Málsnúmer 202301101Vakta málsnúmer
Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi Dalvíkurbyggðar um farartæki, tæki og tæknibúnað, dagsett þann 23. janúar sl., þar sem fram kemur að vinnuhópurinn fundaði í lok nóvember og fór yfir og lagði mat á farartækjakost og farartækjaþörf sveitarfélagsins. Samkvæmt þarfagreiningu er ljóst að bílaeign á Eigna- og framkvæmdadeild er of mikil, eða sex bílar, auk þess sem komið er að miklu viðhaldi einhverra þeirra. Þörf fyrir ökutæki á deildinni er mismikil eftir árstíðum eða 3-4 bílar og myndu þeir bílar sem eftir yrðu ná að dekka þá þörf. Í dag eru þrír af bílum Eigna- og framkvæmdadeildar uppi í Böggvisstaðaskála; einn í lagi og myndi nýtast yfir sumarmánuðina, einn sem þarfnast viðgerðar og einn sem ekki er hægt að nýta nema í varahluti. Niðurstaða fundarins er sú að óska eftir því við Byggðaráð að fá heimild til sölu á eftirfarandi tveimur bifreiðum í eigu Dalvíkurbyggðar: a) Subaru Forester AO-465 b) Toyota Hilux YJ-175 Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og veitir heimild fyrir sölu á ofangreindum 2 bifreiðum."
Fundurinn er sendur út í beinu streymi á YouTube rás sveitarfélagsins
https://www.youtube.com/@sveitarfelagidalvikurbygg9497.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS.