Sveitarstjórn

355. fundur 14. febrúar 2023 kl. 16:15 - 17:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Ekki komu fram athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

Fundurinn er sendur út í beinu streymi á YouTube rás sveitarfélagsins
https://www.youtube.com/@sveitarfelagidalvikurbygg9497.

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1055, frá 19.01.2023

Málsnúmer 2301010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1056, frá 26.01.2023

Málsnúmer 2301014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Liður 8 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1057, frá 02.02.2023

Málsnúmer 2301017FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1058, frá 09.02.2023

Málsnúmer 2302003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 279, frá 08.02.2023.

Málsnúmer 2302001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 145, frá 12.01.2023

Málsnúmer 2301009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 1 liður og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Menningarráð - 94, frá 31.01.2023

Málsnúmer 2301013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 36, frá 03.02.2023

Málsnúmer 2301015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum. Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 6, frá 03.02.2023

Málsnúmer 2301016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun vegna barnaverndar. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202301128Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 til fyrri umræðu. Um er að ræða breytingu á 47. gr. vegna breytinga á þjónustu vegna barnaverndar. Í C-lið bætast við tveir töluliðir; Umdæmisráð barnaverndar og Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri breytingartillögu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

11.Frá 1058. fundi byggðaráðs þann 09.02.2023; Barnaverndarþjónusta:

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

a) Samningur við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Fyrri umræða.
b) Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Fyrri umræða.

Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsett þann 22. desember sl, þar sem fram kemur að umsókn Dalvíkurbyggðar um undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu á grundvelli 3. mgr. 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2022 er samþykkt til eins mánðar þar sem samningur við önnur sveitarfélög um starfrækslu barnaverndarþjónustu er í bígerð. Sækja þarf um undanþágu að nýju fyrir 20. janúar nk. ef ekki næst að klára fyrrgreindan samning. Sveitarstjóri upplýsti að áfram er unnið að samningsdrögum við Akureyrarbæ og markmiðið að hægt verði að taka þau til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar 17. janúar nk.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 11. janúar sl. frá Velferðarsviði Akureyrarbæjar sem inniheldur drög að samningi um barnaverndarþjónustu Akureyrjarbæjar og Dalvíkurbyggðar ásamt málsmeðferðarreglum og kostnaðarskiptingu sem barst 12. janúar.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um áframhaldandi undanþágu fyrir 20. janúar til og með 28. febrúar 2023."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra að sækja um áframhaldandi undanþágu fyrir 20. janúar nk. og til og með 28. febrúar 2023 á meðan samningur við Akureyrarbæ um starfsrækslu barnaverndarþjónustu er í vinnslu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar ásamt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 123. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar ásamt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu og vísar samningi og samþykkt til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir.
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa samningi við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

12.Frá 1057. fundi byggðaráðs þann 02.02.2023; Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar, endurskoðun. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202301133Vakta málsnúmer

Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:15. Þar sem varaformaður byggðaráðs vék af fundi vegna vanhæfis var kosið um fundarstjóra. Niðurstaða var að Felix Rafn Felixson tók við fundarstjórn undir þessum lið. Tekið fyrir minnisblað frá sveitarstjóra, dagsett þann 31. janúar 2023, kemur fram að taka þarf aðstöðu til þess hvort að breyta eigi opnunartíma áfengisveitingastaða í flokki III. Jafnframt þurfi að taka afstöðu til hvort fella eigi út eftirfarandi ákvæði í Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar: "Sveitarstjóri getur heimilað að skemmtanir megi standa lengur en að framan greinir, ef sérstaklega stendur á. Hið sama gildir um einkasamkvæmi á umræddum stöðum." Fram kemur að í mars 2020 var Lögreglusamþykktin tekin til endurskoðunar og lagðar til breytingar á opnunartíma áfengisveitingastaða í flokki III þannig að opnunartíminn verði lengdur til kl. 01:00 virka daga. Þetta var lagt til eftir ábendingar frá rekstraraðilum í sveitarfélaginu og einnig eftir samanburð við lögreglusamþykktir nágrannasveitarfélaganna. Málið var ekki klárað alla leið og því tók ofangreind breytingartillaga ekki gildi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar með ofangreindum breytingatillögum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar og vísar samþykktinni til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sinu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl.16:23.
1. varaforseti Lilja Guðnadóttir tók við fundarstjórn.
Helgi Einarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:23.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn; Freyr Antonsson og Helgi Einarsson taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

13.Frá 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 03.02.2023 og 1058. fundi byggðaráðs þann 09.02.2023; Endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202301037Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 16:26.
Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:26.

Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:08. Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 354. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandadi bókað þegar tekin var fyrir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum snjómokstur í Dalvíkurbyggð. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingu á reglum um mokstur á heimreiðum til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til frekari skoðunar og kostnaðargreiningar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar. Fyrir fundinn eru lagðar fram frekari útfærslur á breytingum á viðmiðunarreglunum ásamt kostnaðargreiningu vegna þeirra. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Bjarni Daníel og Helga íris kynntu meðfylgjandi gögn sem og minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar dagsett þann 7. febrúar sl. Með fundargögnum fylgir kostnaðaráætlun fyrir heimreiðamokstur miðað við tillögur ráðsins. Helga Íris vék af fundi kl. 15:46. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 15:57.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur með áorðnum breytingum / leiðréttingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu til sveitarstjórnar."
Til máls tóku:

Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögur að breytingum á viðmiðunarreglum um snjómokstur.

14.Frá 1058. fundi byggðaráðs þann 09.02.2023; Endurskoðun húsnæðisáætlunar 2023.

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar.

15.Frá 1056. fundi byggðaráðs þann 26.01.2023; Viðaukabeiðni vegna launa.

Málsnúmer 202301102Vakta málsnúmer

Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. voru samþykktir 3 launaviðaukar:
a) Viðauki nr.2 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 3.993.537 vegna aukins stöðuhlufalls.
b) Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 2.569.029 vegna veikindalauna.
c) Viðauki nr 4 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 5.961.819 vegna veikindalauna.
d) Viðauki nr. 5. við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. -368.865 vegna leiðréttingar á launaáætlun vegna ráðningar.



Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 3.993.537 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 2.569.029 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 5.961.819 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr 5 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. - 368.865 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

16.Frá 1056. fundi byggðaráðs þann 26.01.2023; Viðaukabeiðni vegna veikindalauna

Málsnúmer 202301089Vakta málsnúmer

Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. samþykkti byggðaráð viðauka vegna veikindalauna að upphæð kr. 5.876.597, viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2023.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 5.876.597 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

17.Frá 1058. fundi byggðaráðs þann 09.02.2023; Ósk um stuðning við nýtt björgunarskip

Málsnúmer 202209090Vakta málsnúmer

Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kolbeinn Óttarson Proppé og Gísli Ingimundarson, kl. 14:40. Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Björgunarbátasjóði Norðurlands, dagsett þann 19. september 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi við kaup á nýju björgunarskipi, þ.e. nýjum Sigurvin.. Heimahöfn þess verður í Fjallabyggð en starfssvæðið nær frá Skagatá í vestri til Tjörness í austri. Fyrir hönd sjóðsins þá óskar Kolbeinn Óttarsson Proppé eftir því að fá að mæta á fund byggðaráðs og kynna verkefnið betur, fjárþörfina og leiðir til að dreifa fjárhagsstuðningi yfir lengri tíma.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að bjóða Kolbeini Óttarsyni Proppe til fundar við tækifæri." Kolbeinn og Gísli viku af fundi kl. 15:07.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð leggi fram alls kr. 5.000.000 í verkefnið, kr. 2.500.000 árið 2023 og kr. 2.500.000 árið 2024."
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fyrir byggðaráð beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.500.000 árið 2023 vegna styrks frá sveitarfélaginu vegna stuðnings við nýtt björgunarskip sem og drög að samningi um framlag sveitarfélagsins vegna áranna 2023 og 2024.

18.Frá 94. fundi menningarráðs þann 31.01.2023; Þjónustukönnun bókasafnsins

Málsnúmer 202301117Vakta málsnúmer

Á 94. fundi menningarráðs þann 31. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, fór yfir niðurstöður á þjónustukönnun sem lögð var fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar nú í janúar 2023.Niðurstaða:Menningarráð leggur til að Bókasafn Dalvíkurbyggðar hafi sama opnunartíma fram til 1. júní 2023 og sumaropnun frá 10:00 - 17:00. Opnunartími verði svo endurskoðaður fyrir haustið 2023."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur fram tillögu um breytingu á þessum lið þannig að opnunartími Menningarhússins Bergs verði 11:00-17:00, með vísan í b) lið í tillögum forstöðumanns safna um 4 tíma viðbót á viku í starfshlutfalli.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofnagreinda afgreiðslu og tillögu menningarráðs um opnunartíma Bókasafns Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofnagreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um opnunartíma Menningarhússins Bergs.

19.Frá 1056. fundi byggðaráðs þann 26.01.2023; Vinnuhópur um farartæki, tæki og tæknibúnað 2023 - beiðni um sölu á bifreiðum.

Málsnúmer 202301101Vakta málsnúmer

Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi Dalvíkurbyggðar um farartæki, tæki og tæknibúnað, dagsett þann 23. janúar sl., þar sem fram kemur að vinnuhópurinn fundaði í lok nóvember og fór yfir og lagði mat á farartækjakost og farartækjaþörf sveitarfélagsins. Samkvæmt þarfagreiningu er ljóst að bílaeign á Eigna- og framkvæmdadeild er of mikil, eða sex bílar, auk þess sem komið er að miklu viðhaldi einhverra þeirra. Þörf fyrir ökutæki á deildinni er mismikil eftir árstíðum eða 3-4 bílar og myndu þeir bílar sem eftir yrðu ná að dekka þá þörf. Í dag eru þrír af bílum Eigna- og framkvæmdadeildar uppi í Böggvisstaðaskála; einn í lagi og myndi nýtast yfir sumarmánuðina, einn sem þarfnast viðgerðar og einn sem ekki er hægt að nýta nema í varahluti. Niðurstaða fundarins er sú að óska eftir því við Byggðaráð að fá heimild til sölu á eftirfarandi tveimur bifreiðum í eigu Dalvíkurbyggðar: a) Subaru Forester AO-465 b) Toyota Hilux YJ-175 Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og veitir heimild fyrir sölu á ofangreindum 2 bifreiðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimild fyrir sölu á Subaru Forester AO-465 og Toyota Hilux YJ-175.

20.Frá 279. fundi fræðsluráðs þann 08.02.2023 og 94. fundi menningarráðs þann 31.01.2023; Vinnuhópur Gagarín

Málsnúmer 202301098Vakta málsnúmer

Á 279. fundi fræðsluráðs var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumanni safna og Menningarhúss Bergs dags.18.01.2023, þar sem hún er bjóða fulltrúum úr fræðsluráði til að taka þátt í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til með fimm atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon, taki þátt í vinnufundi 3. mars 2023."

Á 94.fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað:
"Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, kynnti verkefnið og óskaði eftir þátttöku menningarráðs í verkefninu.Niðurstaða:Menningarráð fagnar verkefninu. Menningarráð mætir í verkefnið 3. mars."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þær tillögur að Benedikt Snær Magnússon og menningarráð taki þátt í vinnuhópi og í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins.

21.Frá 1056. fundi byggðaráðs þann 26.01.2023 og 94. fundi menningarráðs þann 31.01.2023:

Málsnúmer 202212140Vakta málsnúmer

a) Tillaga að vinnuhópi vegna húsnæðismála stofnana sveitarfélagsins ásamt erindisbréfi.
Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að ofangreindum vinnuhópi ásamt erindisbréfi.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að eftirtaldir skipi vinnuhópinn: Sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar með þeirri breytingu að verklok verði 15. maí nk."

b) Ályktun menningarráðs varðandi framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafnið.
Á 94. fundi menningarráðs þann 31. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir skýrsla frá Eflu dags. 15.12.2022. Óskað var eftir við Eflu að gera ástandsskoðun á húsnæði í Karlsrauðatorgi 7. (Hvoll - Byggðarsafn). Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, fór yfir helstu niðurstöður úr skýrslu og næstu skref í úrbótum.Niðurstaða:Menningarráð leggur til við sveitastjórn Dalvíkurbyggðar að finna framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafn Dalvíkurbyggðar sem fyrst."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs skipi vinnuhóp um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins samkvæmt a) lið hér að ofan að hafa ályktun menningarráðs til hliðsjónar í störfum sínum.

22.Frá 1055. fundi byggðaráðs þann 19.01.2023; Stefnumótunardagur Samorku

Málsnúmer 202301068Vakta málsnúmer

Á 1055. fundi byggðaráðs þann 19. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Samorku, dagsettur þann 09. janúar 2023, þar sem fram kemur að stefnumótunardagur Samorku verður haldinn 17. febrúar nk. á Fosshóteli í Reykjavík. Aðildarfélögum er boðið að taka þátt í stefnumótuninni og móta þannig starf samtakanna næstu misserin. Miðað er við 1-2 fulltrúa frá hverju aðildarfyrirtæki.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Frey Antonssyni og Felix Rafni Felixsyni að sækja stefnumótunardag Samorku. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Freyr Antonsson og Felix Rafn Felixson verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar á stefnumótunardegi Samorku.

23.Frá 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 03.02.2023; Gjaldskrá Úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar

Málsnúmer 202301090Vakta málsnúmer

Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar breytingar sem urðu um áramótin á fyrirkomulagi á greiðslum úr úrvinnslusjóði. Um áramótin komu til framkvæmda lög sem samþykkt voru á Alþingi í júní á sl. ári og hafa það megin markmið að styðja við hringrásarhagkerfið í meðhöndlun og meðferð úrgangs. Með lögunum verða jafnframt verulegar breytingar á framlengdri framleiðendaábyrgð. Úrvinnslusjóður mun því hér eftir greiða sveitarfélögunum kostnað við sérstaka söfnun úrgangs sem ber framleiðendaábyrgð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja kynningarfund hjá Úrvinnslusjóði sem verður haldinn 15.febrúar kl. 10 og undirbúi samantekt um málið og leggi fyrir ráðið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja kynningarfund hjá Úrvinnslusjóði 15. febrúar nk.

24.Frá stjórn Dalbæjar; Fundagerðir

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 17. nóvember 2022.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs