Felix Rafn Felixson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:40.
Á 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá forstöðumanna safna, Björk Hólm Þorsteinsdóttur, dagsett þann 22. mars 2023, þar sem vísað er í afgreiðslu sveitarstjórnar frá 14. febrúar sl, þar sem til umfjöllunar var breyttur opnnartími Bókasafns Dalvíkurbyggðar. Samþykkt var sú tillaga að opnunartími Menningarhússins Bergs verði kl. 11:00 til kl. 17:00. Eftir að hafa skoðað hvernig er hægt að útfæra þessa breytingu með sem minnstu raski á starfstíma núverandi starfsmanna á Bókasafni liggur fyrir að tímar þurfa að vera 5 talsins en ekki 4 eins og var metið í fyrstu tillögu. Því er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 860.681 við deild 05210 vegna launa til áramóta. Forstöðumaður safna leggur til að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 05320-4390.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, nr. 16 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að laun á deild 05210 hækki um kr. 860.681 og liður 05320-4390 lækki um sömu fjárhæð á móti. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."