Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var til fyrri umræðu tillaga að breytingum á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar er varðar opnunartíma áfengisveitingastða í flokki III. Jafnframt er lagt til að tekið sé út ákvæði um að sveitarstjóri geti heimilað að skemmtanir megi standa lengur en að framan greinir, ef sérstaklega stendur á. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu í sveitarstjórn, Freyr Antonsson og Helgi Einarsson tóku ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rafpóstur, dagsettur þann 17. febrúar 2023, þar sem fram kemur að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra samþykkir fyrir sitt leyti þær breytingar sem lagðar eru til á Lögreglusamþykkt Davíkurbyggðar.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.