Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Málsnúmer 202208102

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1035. fundur - 25.08.2022

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 23. ágúst sl., þar sem meðfylgjandi er minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að tekið verður mið af ofangreindu minnisblaði við gerð forsenda Dalvíkurbyggðar 2023 og við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2023-2026.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1048. fundur - 17.11.2022

Fyrir liggur ný Þjóðhagsspá sem birt var 11. nóvemer sl.
https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/thjodhagsspa/thjodhagsspa-11880-13437-13633/
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerðar verði viðeigandi breytingar á fjárhagsáætlunarlíkani í samræmi við verðbólguspá 2023 og launaáætlun í samræmi við breytingar á launavísitölu frá og með lausum kjarasamningum 2023.