Byggðaráð

1029. fundur 21. júní 2022 kl. 13:15 - 15:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202205027Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Frá Menningarfélaginu Bergi ses; Aðalfundur Menningarfélagsins Berg ses 2022

Málsnúmer 202205200Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:45.
Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:45.

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 16. júní 2022, þar sem stjórn Menningarfélagsins Bergs ses. boðar til aðalfundar félagsins fimmtudaginnn 30. júní 2022 kl. 14:00. Með fundarboði fylgdi skýrsla stjórnar og ársreikningur félagsins fyrir árið 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

3.Frá Menningarfélaginu Bergi ses; Framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi- ósk um viðræður

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses, rafpóstur dagsettur þann 15. júní 2022, þar sem félagið óskar eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi í Menningarhúsinu Bergi.

Freyr Antonsson kom inn á fundinn undir þessum lið sem gestur kl. 13:54.


Freyr vék af fundi kl. 14:26.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir frekari gögnum frá Menningarfélaginu Bergi ses og fá m.a. minnisblað framkvæmdastjóra Bergs ses og forstöðumanns safna til Menningarfélagsins. Einnig að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að taka saman möguleg áhrif á rekstur og starfsemi málaflokksins 05.Freyr tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

4.Útboð á skólaakstri 2022 - 2025; drög að samningi

Málsnúmer 202112102Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:35.

Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 17:25. Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 10. maí 2022, þar sem fram kemur að eitt tilboð barst í skólaakstur fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla; frá Ævari og Bóasi ehf. Opnun á tilboði var 28. maí kl. 11.00. Engar athugasemdir komu við útboðsgögn. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs er búinn að fara yfir tilboðsgögn og eru skil samkvæmt útboðsgögnum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að tilboði frá Ævari og Bóas ehf. verði tekið. Tilboðssverð er kr. 880 per/km án vsk skv. lið A. Á 270. fundi fræðsluráðs þann 11. maí sl. voru niðurstöður útboðs á skólaakstri kynntar og vísaði fræðsluráð málinu til byggðaráðs til frekari umræðu og ákvörðunartöku. Útboðsgögn voru kynnt á fundum fræðsluráðs 20. apríl sl. og drög að útboðsgögnum 12. janúar sl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn; Útboðsgögn. Fundargerð vegna opnunar á útboði. Tilboðsblað. Akstursáætlun. Upplýsingar um starfsmenn, bifreiðakost og akstursáætlun. Kostnaðaráætlun.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samið verði við Ævar og Bóas ehf. og að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs verði falið samningaumleitanir á grundvelli tilboðs með fyrirvara um gögn samkvæmt lið 1.17. í útboðsgögnum.Til máls tók: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að samið verið við Ævar og Bóas ehf. með fyrirvara um gögn samkvæmt lið 1.17 í útboðsgögnum. Drög að samningi fari síðan fyrir byggðaráð og sveitarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi í samræmi vð ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um skólaakstur við Ævar og Bóas ehf. og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar.

5.Útboð á skólamat 2022 - 2025; drög að samningi

Málsnúmer 202112103Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson vék af fundi kl. 14:38 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Á 1029. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 13. maí 2022, er varðar útboð á skólamat fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla 2022-2025. Fram kemur að eitt tilboð barst. Það var frá Blágrýti ehf. Opnun á tilboði var 11. maí kl. 13.00. Sviðsstjóri er búinn að fara yfir tilboðsgögn og eru skil samkvæmt útboðsgögnum. Útboðsgögn voru til afhendingar í Ráðhúsi Dalvíkur frá 07.04.2022. Svara þarf tilboði fyrir 8. júní. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að tilboði Blágrýtis ehf. verði tekið. Vegið meðalverð er kr. 890,8 án vsk. Á 269. fundi fræðsluráðs þann 20. apríl sl. voru útboðsgögn lögð fram til kynningar og drög áður á fundi fræðsluráðs þann 12. janúar sl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi: Kostnaðaráætlun. Útboðsgögn. Fundargerð vegna opnunar á útboði. Athugasemdir við útboðsgögn. Greinargerð Blágrýtis ehf. með tilboði. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Blágrýti ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs með fyrirvara um gögn samkvæmt ákvæði 1.2. í útboðsgögnum, liði 1-3.Til máls tók: Helgi Einarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:21. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að gengið verði til samninga við Blágrýti ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs með fyrirvara um gögn samkvæmt ákvæði 1.2. í útboðsgögnum, liði 1-3. Drög að samningi verði lögð fyrir byggðaráð og síðan sveitarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu. Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."

Með fundarboði fylgdu drög að samningi um skólamáltíðir í samræmi við ofangreint.

Gísli vék af fundi kl. 14:45.
Byggðaráð samþykkir samljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Helgi Einarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206057Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið og tók við fundarstjórn kl. 14:46.
Byggðaráð samþykkir beiðni um launaviðauka, viðauki nr. 14 við fjárhagsáætlun 2022, að upphæð kr. 9.524.854. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026; framhald frá síðasta fundi.

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1029. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi staðfestur tímarammi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Samkvæmt tímarammunum eiga eftirfarandi atriði að vera til umfjöllunar:
Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote)

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tímarammann.


b) Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs fór yfir helstu þætti í samþykktinni er snýr að vinnunni við fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar."

Til umræðu ofangreint.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti gögn vegna fjárhagsáætlunar 2022:
Umræðupunktar til fagráða.
Fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025.
Búnaðarkaup 2022.
Viðhald Eignasjóðs 2022 ásamt tillögum næstu ára.
Fyrstu drög að fjárhagsramma vegna 2022.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs