Á 31. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri, fóru yfir helstu breytingar á samstarfssamning milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla. Samstarfssamingur um samrekstur á tónlistarskóla milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar rennur út í lok árs 2022. Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri lögðu fyrir drög að endurskoðuðum samningi. Skólanefnd TÁT, gerði smávægilegar breytingar á samstarfssamningi og vísar honum til frekari umræðu og samþykktar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar."
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum samningsdrögum.
Gísli vék af fundi kl. 14:10.