Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 25. mars 2022, þar sem með vísan til 5. gr. 2. mgr. laga nr. 162/2006 með síðari breytingum þá hefur Sambandið sett viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálasamtaka. Viðmiðunarreglurnar eru kynntar í bréfinu. Miðað er við kr. 189 á hvern íbúa sem á lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 1. janúar ár hvert. Miðað við fjölda íbúa Dalvíkurbyggðar 1.1.2022 þá væri upphæðin kr. 351.540. Gert er ráð fyrir kr. 350.000 í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka mið af ofangreindum viðmiðunarreglum."