Á 114. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Norðurorku hf., dagsett þann 25. mars 2022, þar sem vísað er í fund fulltrúa Norðurorku hf og Dalvíkurbyggðar þann 8. mars sl. Óskað er eftir að komið verði á fót teymi frá Dalvíkurbyggð og Norðurorku sem hafi það hlutverk að kanna samstarf um nýtingu jarðvarma og tengingu hitaveitna. Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipað verði í ofangreint teymi í samráði við veitu- og hafnaráð og samvinna verði hafin á næstu vikum á grundvelli samningsins frá árinu 2015."Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að skipað verði í teymið og leggur til við sveitarstjórn að fulltrúar Dalvíkurbyggðar verði sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og formaður veitu- og hafnaráðs."