Veitu- og hafnaráð

114. fundur 05. maí 2022 kl. 09:00 - 10:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Gunnþór E. Sveinbjörnsson, aðalmaður, boðaði forföll.
Júlíus Magnússon, varamaður, sat fundinn í hans stað.

Rúnar Helgi Óskarsson, starfsmaður veitna, sat fundinn undir liðum 1-4.

1.Þjónustu- og verksamningar við ISOR.

Málsnúmer 202010075Vakta málsnúmer

Árlega sér Isor um rannsóknir, eftirlit og skýrslugerð vegna hitaveituborhola á Birnunesborgum og Hamri. Með fundarboði fylgja samningar vegna verksins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samninga við ISOR
a) um rannsóknir
b) um eftirlit og skýrslugerð
og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Umsókn um heimlögn

Málsnúmer 202204024Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Golfklúbbnum Hamri um heimtaug fyrir heitt og kalt vatn fyrir skemmu sem á eftir að rísa. Óskað er eftir tengingu á köldu vatni í vor en á heitu vatni vorið 2023. Sviðsstjóri mun samþykkja umsóknina og fara með hana eins og fram kemur í 17. grein reglugerðar um Hitaveitu Dalvíkur.
Lagt fram til kynningar.

3.Fráveitan á Árskógssandi athugasemdir

Málsnúmer 202205014Vakta málsnúmer

Það hafa borist ábendingar um lykt sem kemur frá útræsi sem liggur í sjó vestan við bryggjuna á Árskógssandi í ákveðnum vindáttum. Útræsið er frá hluta byggðarinnar og á eftir að tengja þann hluta við hreinsistöðina sem er staðsett fyrir austan byggðina.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að afla upplýsinga um hönnun og kostnaðargreiningu við frágang á fráveitunni á Árskógssandi og tengingu við fráveitukerfi að hreinsistöð. Einnig að afla sambærilegra upplýsinga vegna Hauganess.

4.Samstarf um nýtingu jarðvarma og tengingu hitaveitna

Málsnúmer 202204003Vakta málsnúmer

Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Norðurorku hf., dagsett þann 25. mars 2022, þar sem vísað er í fund fulltrúa Norðurorku hf og Dalvíkurbyggðar þann 8. mars sl. Óskað er eftir að komið verði á fót teymi frá Dalvíkurbyggð og Norðurorku sem hafi það hlutverk að kanna samstarf um nýtingu jarðvarma og tengingu hitaveitna.
Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipað verði í ofangreint teymi í samráði við veitu- og hafnaráð og samvinna verði hafin á næstu vikum á grundvelli samningsins frá árinu 2015."
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að skipað verði í teymið og leggur til við sveitarstjórn að fulltrúar Dalvíkurbyggðar verði sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og formaður veitu- og hafnaráðs.

5.Fundargerðir 2022

Málsnúmer 202202037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 443. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 1. apríl 2022.
Lögð fram til kynningar.

6.Markaðsátak Dalvíkurhafna 2022

Málsnúmer 202204046Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð hefur áður rætt um og bókað að gert verði markaðsátak fyrir Hafnir Dalvíkurbyggðar.
Fyrir nokkru kom einnig upp meðal notenda hafna Dalvíkurbyggðar og þjónustuaðila að efna til sameiginlegs markaðsátaks/kynningar á aðstöðunni í Dalvíkurbyggð.

Efnt var til opins kynningafundar með hagsmunaaðilum þann 27. apríl og þar ákveðið að stofna stýrihóp verkefnisins. Búið er að koma stýrihópnum á, alls fimm manns og verður fyrsti fundur hópsins á næstu dögum. Anna Lind Björnsdóttir, verkefnisstjóri, heldur utan um vinnuna.
Veitu- og hafnaráð fagnar áformum um markaðsátak hafnanna í Dalvíkurbyggð.

7.Olíutankar við Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 202205031Vakta málsnúmer

Undanfarið hefur borið á olíusmiti við smábátahöfnina í Dalvíkurhöfn þar sem olíutankarnir eru staðsettir. Vitað er að við áfyllingu á tankanna hefur orðið óhapp sem leiddi til þess að töluvert magn af olíu lak í jarðveginn. Eins hafa tengingar lekið.
Gripið hefur verið til ráðstafana til að fjarlægja mengunina í góðri samvinnu við Olíudreifingu. Einnig hefur verið óskað eftir fundi með olíufélögunum um framtíðarskipulag svæðisins og öryggisaðgerðir.
Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að tryggðar verði varnir gegn olíuslysum.
Þar sem þetta er síðasti fundur veitu- og hafnaráðs á kjörtímabilinu þakkaði formaður ráðsins ráðsmönnum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

Aðrir ráðsmenn tóku undir þakkirnar.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri