Málsnúmer 202204046Vakta málsnúmer
Veitu- og hafnaráð hefur áður rætt um og bókað að gert verði markaðsátak fyrir Hafnir Dalvíkurbyggðar.
Fyrir nokkru kom einnig upp meðal notenda hafna Dalvíkurbyggðar og þjónustuaðila að efna til sameiginlegs markaðsátaks/kynningar á aðstöðunni í Dalvíkurbyggð.
Efnt var til opins kynningafundar með hagsmunaaðilum þann 27. apríl og þar ákveðið að stofna stýrihóp verkefnisins. Búið er að koma stýrihópnum á, alls fimm manns og verður fyrsti fundur hópsins á næstu dögum. Anna Lind Björnsdóttir, verkefnisstjóri, heldur utan um vinnuna.
Júlíus Magnússon, varamaður, sat fundinn í hans stað.
Rúnar Helgi Óskarsson, starfsmaður veitna, sat fundinn undir liðum 1-4.