Menningarráð

86. fundur 25. maí 2021 kl. 08:30 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Björk Hólm Þorsteinsdóttir forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs sat einnig fundinn.

Júlíus Magnússon kom ekki á fundinn og boðaði ekki forföll.

1.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jafnréttisstofu dags. 02. mars.
Lagt fram til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu dags. 02.03.21 þar sem kynnt eru
tvenn ný lög frá Alþingi sem lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr,. 10/2008. Nýju lögin eru annars
vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna
stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Sveitarfélög skulu eigi síðar en ári
eftir sveitarstjórnarkosningar gera áætlun um jafnréttismál og taka til markmiða
og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns heldur
jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðana, fötlunar
o.s.frv. Ekki er kveðið á um skipun sérstakra jafnréttisnefnda heldur skal
sveitarstjórn fela byggðarráði eða annarri fastanefnd sveitarfélagsisns að fara
með jafnréttismál.

2.Fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05

Málsnúmer 202001081Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins, fór yfir þriggja mánaða frávikagreiningu fyrir málaflokk 05.
Lagt fram til kynningar.

3.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti fundagerð vinnuhóps um nýtt hlutverk fyrir gamla skóla.
Lagt fram til kynningar.

4.Endurskoðun á Menningarstefnu

Málsnúmer 201909050Vakta málsnúmer

Endurskoðuð Menningarstefna Dalvíkurbyggðar lögð fyrir Menningarráð Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð samþykkir samhljóða Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar með tveimur greiddum atkvæðum og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar.

5.Starfsmannamál á söfnum hjá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202005069Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins, fór yfir starfsmannamál á söfnum hjá Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.
Gísli Rúnar Gylfason íþrótta - og æskulýðsfulltrúi kom inn á fund kl. 09:30.

6.17. júní 2021

Málsnúmer 202105110Vakta málsnúmer

Umræður og ákvarðanataka um hátíðarhöld á 17. júní 2021.
Menningarráð leggur til að hátíðarhöld á 17. júní verði haldin með hefðbundnu sniði árið 2021.
Gísli Rúnar Gylfason íþrótta - og æskulýðsfulltrúi fór af fundi kl. 09:50.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs