Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsti nú í nóvember eftir umsóknum um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, flokkur C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024.
Stjórn SSNE velur þau verkefni sem sótt er um fyrir Norðurland eystra og á fundi sínum þann 11. nóvember sl. valdi stjórnin verkefni Dalvíkurbyggðar, Friðlandsstofa - Anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, sem eitt af umsóknum frá landshlutanum.
Friðlandsstofa er verkefni sem sveitarstjórn hefur unnið að í nokkurn tíma og er sprottið af því að finna nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokagögn sem fylgdu umsókninni til Ráðuneytisins þann 16. nóvember sl. á lokadegi umsóknarfrests.