Tekið fyrir erindi frá N4, rafpóstur dagsettur þann 9. desember sl., þar sem kannaður er áhugi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra til þess að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að styðja við áframhaldandi rekstur N4 á árinu 2023.
N4 býður sveitarfélögunum, saman eða hvert í sínu lagi, að koma til viðræðna um að stór efla fjölmiðlun frá svæðinu t.d. með því að gera það að áhersluverkefni næstu 3ja ára.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rafpóstur frá N4, dagsettur þann 21. desember sl., þar sem óskað er eftir svörum sveitarfélaganna. Fram kemur að framtíð fyrirtækisins er mjög óljós eins og fram hefur komið og allur stuðningur vel þeginn.