Frá sveitarstjóra; Útsendingar af fundum bæjarstjórnar, beiðni um búnað og ræðupúlt

Málsnúmer 202210074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1046. fundur - 27.10.2022

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, sbr. rafpóstur tölvuumsjónarmanns frá 13.10.2022, er varðar fyrirkomulag og kostnað vegna fyrirhugaðra útsendinga af fundum sveitarstjórnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til þess að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Byggðaráð felur tölvuumsjónarmanni í samráði við sveitarstjóra að koma með endanlega útfærslu í samræmi við hvernig byggðaráð/sveitarstjórn sér fyrir sér hvert fyrirkomulagið verður á fundunum.

Sveitarstjórn - 351. fundur - 01.11.2022

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. otkóber sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, sbr. rafpóstur tölvuumsjónarmanns frá 13.10.2022, er varðar fyrirkomulag og kostnað vegna fyrirhugaðra útsendinga af fundum sveitarstjórnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til þess að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðaráð felur tölvuumsjónarmanni í samráði við sveitarstjóra að koma með endanlega útfærslu í samræmi við hvernig byggðaráð/sveitarstjórn sér fyrir sér hvert fyrirkomulagið verður á fundunum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir heimild til að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn.

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. otkóber sl. var eftirfarandi bókað:Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, sbr. rafpóstur tölvuumsjónarmanns frá 13.10.2022, er varðar fyrirkomulag og kostnað vegna fyrirhugaðra útsendinga af fundum sveitarstjórnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til þess að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðaráð felur tölvuumsjónarmanni í samráði við sveitarstjóra að koma með endanlega útfærslu í samræmi við hvernig byggðaráð/sveitarstjórn sér fyrir sér hvert fyrirkomulagið verður á fundunum. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir heimild til að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn."

Á fundinum var upplýst að búið að er kaupa ræðupúlt og búnaðinn sem til þarf og setja hann upp.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að næsti fundur verði tekinn upp til reynslu.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að næsti fundur verði tekinn upp til reynslu."
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að þessi fundur í dag er tekinn upp til reynslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fundum sveitarstjórnar verði streymt frá og með fyrsta fundi á árinu 2023. Fundir sveitarstjórnar verða teknir upp og þeir aðgengilegir á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í samræmi við reglur sem settar verðar síðar þar sem fram kemur nánari útfærsla.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að fundum sveitarstjórnar verði streymt frá og með fyrsta fundi á árinu 2023. Fundir sveitarstjórnar verða teknir upp og þeir aðgengilegir á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í samræmi við reglur sem settar verðar síðar þar sem fram kemur nánari útfærsla.


Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að fundum sveitarstjórnar verði streymt og þeir opnir til áhorfs í einn sólarhring.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.