Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. otkóber sl. var eftirfarandi bókað:Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, sbr. rafpóstur tölvuumsjónarmanns frá 13.10.2022, er varðar fyrirkomulag og kostnað vegna fyrirhugaðra útsendinga af fundum sveitarstjórnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til þess að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðaráð felur tölvuumsjónarmanni í samráði við sveitarstjóra að koma með endanlega útfærslu í samræmi við hvernig byggðaráð/sveitarstjórn sér fyrir sér hvert fyrirkomulagið verður á fundunum. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir heimild til að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn."
Á fundinum var upplýst að búið að er kaupa ræðupúlt og búnaðinn sem til þarf og setja hann upp.
Byggðaráð felur tölvuumsjónarmanni í samráði við sveitarstjóra að koma með endanlega útfærslu í samræmi við hvernig byggðaráð/sveitarstjórn sér fyrir sér hvert fyrirkomulagið verður á fundunum.