Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Ottó Biering Ottóssyni fyrir hönd EGO húsa ehf., dagsett 6. janúar 2023 þar sem óskað er eftir enduskoðun á afgreiðslu skipulagsráðs þann 14. desember 2022 vegna umsóknar félagsins um lóð Svarfaðarbraut 19-25, en niðustaða ráðsins var að framkvæmdasviði var falið að gera tillögu að lóðablaði fyrir umræddar lóðir og við stofnun lóðanna verður farið eftir 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu. Í framhaldi verða lóðirnar auglýstar lausar til umsóknar.Niðurstaða:Erindið lagt fram til kynningar og umræðu. Miðað við fyrirliggjandi gögn sér Skipulagsráð ekki ástæðu til að breyta fyrri bókun ráðsins og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og bæjarlögmanni að svara erindinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.