Undir þessum lið komu á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs kl.9 Auður Ingvarsdóttir og Styrmir Níelsson í gegnum TEAMS fund.
Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar hugmyndir Önnu Kristínar Guðmundsdóttur um Bæjarrýmisverkefni fyrir Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að vinna að umsókn um styrk í Bæjarrýmisverkefni fyrir Dalvíkurbyggð með Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs varðandi styrkumsókn."
Auður og Styrmir kynntu útkomuna úr sumarverkefninu Bæjarrými í Dalvíkurbyggð en verkefnið er stutt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Styrkfjárhæðin er kr. 3.060.000. Umsjón með verkefninu hafði Anna Kristín Guðmundsdóttir, landlagsarkitekt og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, var tengiliður sveitarféalgsins við verkefnið. Markmið verkefnisins var að auka aðdráttarafl sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar um sumarið ásamt því að skapa áhugaverða áningarstaði á áður ónýttum svæðum.
Með fundarboði ráðsins fylgdi skýrsla um verkefnið ásamt minnisblaði frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur frá 11. janúar 2023.
Auður og Styrmir viku af fundi kl. 9:27.