Umhverfis- og dreifbýlisráð

12. fundur 08. september 2023 kl. 08:15 - 11:23 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson, aðalmaður boðaði forföll og Emil Júlíus Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir ýmis gögn og upplýsingar í tengslum við vinnu umhverfis- og dreifbýlisráðs við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027:

a) Gildandi starfsáætlun fyrir árið 2023.
b) Yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2023-2026.

Málaflokkar er heyra undir ráðið eru;
03210 Heilbrigðiseftirlitsnefnd
06270 Vinnuskóli
07 Bruna- og almannavarnir
08 Hreinlætismál
09510 Eigna- og framkvæmdadeild.
10 Samgöngumál
11 Umhverfismál
13210 Fjallskil
13220 Forðagæsla og fjárveikivarnir
32200 Eignfærðar framkvæmdir ofangreindra deilda og málaflokka.

Til umræðu hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefna.

Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til að boðað verði til aukafundar til að vinna að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.

2.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 þarf að yfirfara gjaldskrár og uppfæra og/eða koma með breytingatillögur.

Ofangreint til umræðu.

Lagt fram til kynningar.

3.Bæjarrými - ásýnd miðsvæða og skapandi sumarstörf

Málsnúmer 202301039Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs kl.9 Auður Ingvarsdóttir og Styrmir Níelsson í gegnum TEAMS fund.

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar hugmyndir Önnu Kristínar Guðmundsdóttur um Bæjarrýmisverkefni fyrir Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að vinna að umsókn um styrk í Bæjarrýmisverkefni fyrir Dalvíkurbyggð með Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs varðandi styrkumsókn."

Auður og Styrmir kynntu útkomuna úr sumarverkefninu Bæjarrými í Dalvíkurbyggð en verkefnið er stutt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Styrkfjárhæðin er kr. 3.060.000. Umsjón með verkefninu hafði Anna Kristín Guðmundsdóttir, landlagsarkitekt og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, var tengiliður sveitarféalgsins við verkefnið. Markmið verkefnisins var að auka aðdráttarafl sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar um sumarið ásamt því að skapa áhugaverða áningarstaði á áður ónýttum svæðum.

Með fundarboði ráðsins fylgdi skýrsla um verkefnið ásamt minnisblaði frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur frá 11. janúar 2023.

Auður og Styrmir viku af fundi kl. 9:27.
Umhverfis- og dreifbýlisráð þakkar Auði og Styrmi fyrir góða kynningu á verkefninu.
Lagt fram til kynningar og umhverfis-og dreifbýlisráði óskar eftir að upplýsingafulltrúi setji skýrsluna á heimasíðuna.
Frekari gögn koma síðar.

4.Landleiga að hluta úr Selá á Árskógsströnd

Málsnúmer 202305090Vakta málsnúmer

Emil Einarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis kl. 09:38.

Á 10.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var tekin fyrir umsókn, dagsett 10. maí 2023, frá Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd. Um er að ræða 65,5 ha. af landi. Niðurstaða: Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um umrætt svæði. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Á 1072.fundi byggðaráðs þann 29.júní 2023 var eftirfarandi bókað; Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fela starfsmönnum framkvæmdavsiðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd eða 65,5 ha. af landi.

Með fundarboði fylgdi drög að samningi um slægjuland úr landi Selár á milli Dalvíkurbyggðar og Kengs ehf. Samningstíminn er til ársloka 2043.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingatillögum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Emil Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

5.Fyrirspurn um girðingu í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202307043Vakta málsnúmer

Emil Einarsson kom inn á fundinn á nýju undir þessum lið kl. 09:50.

Með fundarboð umhverfis- og dreifbýlisráðs fylgdi ábending frá íbúa í sveitarfélaginu um girðingu sem sé hættuleg dýrum inn á Upsadal norðan Brimnesár. Með ábendingu fylgdu myndir til staðfestingar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar í mál 202305119:
"Með rafpósti dags. 30. maí 2023 óskar Magni Þór Óskarsson eftir viðræðum um mögulega aðkomu knattspyrnudeildar U.M.F.S að niðurrifi á gömlu girðingum í eigu Dalvíkurbyggðar.Umhverfis- og dreifbýlisráð veitir Framkvæmdasviði heimild til að ganga til samninga við knattspyrnudeild U.M.F.S. um niðurrif á gömlum girðingum ef það rýmist innan fjárheimilda að sumri loknu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Fyrir liggur að byggðaráð staðfesti ofangreinda afgreiðslu ráðsins.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka málið áfram.

6.Styrkur til Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202304123Vakta málsnúmer

Á 1071.fundi byggðaráðs þann 15.júní 2023 var samþykkt að setja tillögur að verkefnum á Betra Ísland þar sem íbúum verði gefinn kostur á að kjósa um hvaða verkefni þau myndu vilja að nytu styrkjarins sem er að upphæð kr. 1.500.000. Þessi ákvörðun var staðfest á 360.fundi sveitarstjórnar og jafnframt var byggðaráði falið að velja tillögur að verkefnum til að kjósa um á Betra Ísland.
Byggðaráð tók málið fyrir á 1074.fundi sínum þann 13.júlí sl. og hvarf þá frá því að auglýsa eftir tillögum á Betra Ísland og var eftirfarandi bókað; byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkurinn verði nýttur til hönnunar og uppbyggingar á Böggi og Brúarhvammsreit í samráði við íbúa. Vísað til umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að kallað verði eftir tillögum og hugmyndum frá íbúum í gegnum Betra Ísland varðandi það hvernig á að ráðstafa styrknum í Böggi og Brúarhvammsreit.
Umhverfis- og dreifbýlisráð óskar eftir að upplýsingafulltrúi komi ofangreindu í ferli.

7.Vegna úrskurðar Dómsmálaráðuneytisins vegna ágangsfjár.

Málsnúmer 202301154Vakta málsnúmer

Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Fjallað um úrskurð Dómsmálaráðuneytisins vegna ágangsfjár. Lagt fram til kynningar."

Þann 8.febrúar 2023 barst minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga sem varðar stjórnsýsluframkvæmd sem tengist ágangi búfjár. Þann 18.júlí hélt Samband íslenskra sveitarfélaga samráðfund með framkvæmdastjórum sveitarfélaga um smölun ágangsfjár. Á fundinum hélt Flosi Hrafn Sigurðsson, lögfræðingur sambandsins kynningu sem sjá má í fundargögnum.

https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/fjallskilasamthykkt.pdf
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=8b909d0c-67e3-48f3-acab-a78ee60c7570
Lagt fram til kynningar.

8.Erindi til sveitarfélaga; Bændasamtök Íslands lausaganga/ágangur búfjár

Málsnúmer 202307019Vakta málsnúmer

Á 1074.fundi byggðaráðs þann 13.júlí sl. var tekið fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands, dagsett þann 6. júlí 2023, er varðar lausagöngu/ágang búfjár. Vísað er í þá umræðu sem að einhverju leiti hefur skapast í kjölfar álits frá Umboðsmanni Alþings og úrskurðar frá dómsmálaráðuneytinu frá því í október sl. og janúar sl. Í ljósi þessa vilja Bændasamtökin koma á framfæri nokkrum atriðum í samantekt þar sem farið er yfir helstu sjónarmið er varða lausagöngu og ágang búfjár og það álitaefni hvort lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum geti talist ágangur. Niðurstaða:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu bréfi til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði.
Lagt fram til kynningar.

9.Kvörtun vegna nágrennis Böggvisstaða; Unnur E. Hafstað Ármannsdóttir

Málsnúmer 202308020Vakta málsnúmer

Í erindinu er óskað eftir skýru og skilmerkilegu svari frá sveitarfélaginu er varðar sambýli við Böggviðsstaðaskála.
Sveitarstjóri hefur óskað eftir liðsinni HNE við að svara erindinu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til að fulltrúi Heilbrigðiseftirlitsins og Dalvíkurbyggðar fundi með Unni E. Hafstað um ofangreint.

10.Upprunaábyrgðir vegna raforku.

Málsnúmer 202307004Vakta málsnúmer

Á 1073.fundi byggðaráðs þann 6.júlí sl. var tekið fyrir erindi frá Orkusölunni, rafpóstur dagsettur þann 30. júní 2023 þar sem fram kemur að frá og með 1.1.2023 fylgja upprunaábyrgðir ekki sjálfkrafa með kaupum á raforku. Það helgast af ákvörðun Landsvikjunnar að selja upprunaábyrgðir frekar á sérstökum markaði í stað þess að afhenda með sinni heildsölu. Í kjölfar breytinganna þurfa viðskiptavinir Orkusölunnar að taka ákvörðun um hvort þeir vilji kaupa raforku með upprunaábyrgðum. Viðskiptavinir Orkusölunnar eru hvattir til að taka meðvitaða ákvörðun og kynna sér vel þau tækifæri sem eru í boði. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.

Upprunaábyrgðir eru staðfesting á að ákveðið magn rafmagns hafi verið framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.
https://www.orkusalan.is/stud/upprunaabyrgdir/upprunaabyrgdir-orkusalan

https://www.orkusalan.is/stud/upprunaabyrgdir/vilt-thu-kaupa-upprunaabyrgd
Lagt fram til kynningar og vísað áfram til skoðunar í vinnuhópi sveitarfélagsins um Loftlagsstefnu.

11.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 202307016Vakta málsnúmer

Ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa verður haldinn á Ísafirði þann 12.október nk. , sbr. rafpóstur dagsettur þann 5. júlí sl. frá Umhverfisstofnun.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela formanni að sækja fundinn í gegnum fjarfund og varaformanni til vara.

12.Fundargerðir 2023; Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra

Málsnúmer 202302095Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð 230.fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:23.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson, aðalmaður boðaði forföll og Emil Júlíus Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs