Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Í innsendri umsókn, dagsettri 16. júní 2022, sækir Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir framlengingu á lóðarúthlutun fyrir Öldugötu 31. Niðurstaða:Umrædd lóð er á landnotkunarreit 703-A fyrir athafnasvæði í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Á reitnum er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi. Í deiliskipulaginu koma fram skilmálar um hámarks byggingarmagn, hámarks vegg- og mænishæð og aðrir skilmálar um lóðina. Skipulagsráð felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni í samræmi við 3.4. gr. reglna um lóðarúthlutanir í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum. "
Skipulagsráð felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni í samræmi við 3.4. gr. reglna um lóðarúthlutanir í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.