Gestir þau Gitta Unn Ármannsdóttir, Jónas Þór Leifsson og Snorri Snorrason mættu til fundar kl. 08:15
Á 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu fjallgirðingamála í sveitarfélaginu. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að álagning vegna fjallgirðina á Árskógsströnd verði óbreytt á milli ára og að fá fjallskilanefnd Árskógsstrandar á fund á haustmánuðum 2023 til að ræða framtíðarfyrirkomulag á fjallgirðingum. Forgangsröðun á viðhaldi fjallgirðinga frestað til næstu funda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 354.fundi sveitarstjórnar þann 17.janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs að álagning vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd 2023 verði óbreytt á milli ára."
Í minnispunkti frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs dags. 28.febrúar sl. segir tekið fyrir í haust 2023.
Landbúnaðarráð vill leggja áherslu á að fá Vegagerðina til þess að koma að veggirðingu við land Hamars og milli Brimnesár og Karlsár norðan Dalvíkur.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.