a) Kosning í stjórn SSNE í stað Helga Einarssonar.
Til máls tók Helgi Einarsson sem leggur til að Katrín Sif Ingvarsdóttir taki sæti í stjórn SSNE og Helgi Einarsson sem aðalþingfulltrúi í stað Katrínar Sifjar.
b) Kosning varamanns í Fræðsluráð í stað Kristínar Heiðu Garðarsdóttur.
Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að Jóhann Már Kristinsson taki sæti sem varamaður Fræðsluráði stað Kristínar Heiðu.
c) Kosning varamanns í Félagsmálaráð í stað Kristínar Heiðu Garðarsdóttur.
Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að Benedikt Snær Magnússon taki sæti sem varamaður í Félagsmálaráði í stað Kristínar Heiðu.
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Katrín Sif Ingvarsdóttir og Helgi Einarsson réttkjörin.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Jóhann Már Kristinsson réttkjörinn.
c) Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Benedikt Snær Magnússon réttkjörinn.