Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer
Laxós ehf. hefur látið vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir nýju 7.650 m² athafnasvæði á um 0,8 ha landfyllingu innan við höfnina á Árskógssandi. Þéttbýlismörkum á sveitarfélagsuppdrætti er breytt til samræmis. Fyrirhugað er að 1. hluti seiðaeldisstöðvar fyrirtækisins verði á athafnalóð við Öldugötu en 2. hluti, sjógönguseiðadeild, verði á nýja athafnasvæðinu við höfnina. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var auglýst í júlí 2017. Fyrirhugaðar framkvæmdir voru tilkynntar Skipulagsstofnun til ákvörðunar um matsskyldu skv. ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Niðurstaða stofnunarinnar var að fyrirhuguð seiðaeldisstöð á Árskógssandi væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lögð var fram tillaga að breyttu aðalskipulagi á breytingablaði dags. 5. júní 2018.
Friðrik Vilhelmsson boðaði einnig forföll og í hans stað mætti Heiða Hilmarsdóttir.