Umsókn um uppsetningu á skilti við Goðabraut 3, Dalvík

Málsnúmer 201805063

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 306. fundur - 08.06.2018

Með innsendum erindum dags. 14. og 25. maí 2018 óskar Grzegorz Tomasz Maniakowski fyrir hönd Gregdalvik ehf. eftir leyfi til uppsetningar á skilti við Goðabraut 3, Dalvík og sunnan Dalvíkur samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi og felur svisstjóra að hafa eftirlit með framkvæmdunum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 871. fundur - 12.07.2018

Katrín Sigurjónsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:21.

Á 306. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi bókað:
"Með innsendum erindum dags. 14. og 25. maí 2018 óskar Grzegorz Tomasz Maniakowski fyrir hönd Gregdalvik ehf. eftir leyfi til uppsetningar á skilti við Goðabraut 3, Dalvík og sunnan Dalvíkur samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi og felur svisstjóra að hafa eftirlit með framkvæmdunum. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí s.l. var afgreiðslu á ofangreindum lið frestað og sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga á milli funda.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um málið, sbr. fundur þann 10.07.2018 með Grzegorz Tomasz Maniakowski.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar veitingu á umbeðnu leyfi og að felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að hafa eftirlit með framkvæmdinni.