Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 15. desember 2022 að að vísa aðalskipulagstillögu fyrir strengleið Dalvíkurlínu 2 í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagstillögunni felst að strengleið Dalvíkurlínu 2 innan marka Hörgársveitar ásamt helgunarsvæði hennar eru færðar inn á aðalskipulag Hörgársveitar og jafnframt eru reiðleiðir og göngu- og hjólaleiðir uppfærðar. Skipulagstillagan tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 Tillagan er nú send umsagnaraðilum til yfirferðar skv. 2. mgr. 30. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Niðurstaða:Dalvíkurbyggð hefur unnið breytingu á aðalskipulagi vegna Dalvíkurlínu 2 í samvinnu við Hörgársveit og Akureyri og gerir skipulagsráð engar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar fyrir strengleið Dalvíkurlínu 2. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.