Veitu- og hafnaráð

142. fundur 12. desember 2024 kl. 08:15 - 10:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
  • Björgvin Páll Hauksson
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Verksamningur um hitastigulskort

Málsnúmer 202302070Vakta málsnúmer

Bjarni Gautason frá ÍSOR kom til fundar kl. 8:15 og fór yfir skýrslu stofnunarinnar "Yfirlit hitastigulsrannsókna Norðurorku og Hitaveitu Dalvíkur í og við Eyjafjörð."
Bjarni Gautasyni þökkuð góð yfirferð á fyrirliggjandi skýrslu um hitastigulsrannsóknir.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um heimlögn, Einar Arngrímsson

Málsnúmer 202412039Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um hitaveituinntak í eitt bil, í hesthúsi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi umsókn um hitaveituinntak.

3.Umsókn um heimlögn, Eydís Arna Hilmarsdóttir

Málsnúmer 202411102Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um hitaveituinntak í eitt bil, í hesthúsi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi umsókn um hitaveituinntak.

4.Umsókn um heimlögn, Þorleifur Kristinn Karlsson

Málsnúmer 202411120Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um hitaveituinntak í eitt bil, í hesthúsi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi umsókn um hitaveituinntak.

5.Samþykktir heimlagna

Málsnúmer 202412043Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að veitustjóri geti afgreitt almennar umsóknir og breytingar um heimlagnir í vatns- hita- og fráveitu til að stytta afgreiðslu.
Veitu- og hafnaráð samykkir samhljóða með 5 atkvæðum tillögu veitustjóra.

6.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2024

Málsnúmer 202411001Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2024. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám og er gjaldið nú 317,40 kr/m3, heildargreiðsla ársins er kr 3.425.252.- Útsend bréf lögð fyrir.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar 2024.

7.Reglur um stuðning við framkvæmdir skv. 8.gr. Samþykktar um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202402038Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglugerð getur sveitarstjórn sett sérstakar reglur um stuðning við framkvæmdir um niðursetnigu rotþróa. Veitustjóri leggur til þá sérreglu að sveitarfélagið kosti niðursetningu rotþróa við lögbýli, þar sem fráveita sveitafélagsins nær ekki til. Rotþróargjald greiðist samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi sérreglu varðandi niðursetningu á rotþróm við lögbýli.

8.Endurskoðun húsnæðisáætlunar; stafræn húsnæðisáætlun

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

HMS hefur undanfarin ár verið í samstarfi við sveitarfélögin um endurskoðun og uppfærslu stafrænna húsnæðisáætlana, nú er komið að endurskoðun fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.
Björgvin Páll Hauksson, yfirhafnavörður kom til fundar kl. 9:30

9.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur hafna og veitna Dalvíkurbyggðar janúar - október 2024.
Sveitarstjóri fór yfir rekstur hafna og veitustjóri yfir rekstur veitna Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

10.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir fjárfestingar og framkvæmdir á höfnum og veitustjóri á veitum Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu á fjárfestingum í höfnum og veitustjóri fór yfir stöðu fjárfestinga veitna Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

11.Raforkuvæðing hafnarsvæðis, hönnun á snjalltenglum - HD019

Málsnúmer 202403127Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir stöðuna á verkefninu, það mun ekki nást að klára verkefnið á þessu ári.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundaáætlun veitu- og hafnaráðs 2025

Málsnúmer 202412023Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun veitu- og hafnaráðs fyrir árið 2025.
Fundaráætlun lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202401133Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð 467.fundar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 11.nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
  • Björgvin Páll Hauksson
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri