Reglur um stuðning við framkvæmdir skv. 8.gr. Samþykktar um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202402038

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 132. fundur - 12.02.2024

Á 362.fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 7.nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglugerð fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til staðfestingar Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins.

Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð nr. 1490/2023 tók gildi þann 22.desember 2023.
Veitu- og hafnaráð felur veitustjóra að vinna reglur um stuðning um framkvæmdir skv. 8.gr. Samþykktar um fráveitu og rotþrær. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 135. fundur - 15.05.2024

Farið verður yfir samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð.
Veitustjóri fór sérstaklega yfir 4, 8 og 12.gr samþykktar til að árétta markmið samþykktar í 3. gr.
Veitustjóra er falið að útbúa sérreglur þess efnis að Dalvikurbyggð greiði fyrir niðursetningu á rotþró á lögbýlum og þar sem fólk hefur sannarlega lögheimili. Annað greiðir sveitarfélagið ekki. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum

Veitu- og hafnaráð - 142. fundur - 12.12.2024

Samkvæmt reglugerð getur sveitarstjórn sett sérstakar reglur um stuðning við framkvæmdir um niðursetnigu rotþróa. Veitustjóri leggur til þá sérreglu að sveitarfélagið kosti niðursetningu rotþróa við lögbýli, þar sem fráveita sveitafélagsins nær ekki til. Rotþróargjald greiðist samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi sérreglu varðandi niðursetningu á rotþróm við lögbýli.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt reglugerð getur sveitarstjórn sett sérstakar reglur um stuðning við um niðursetningu rotþróa. Veitustjóri leggur til þá sérreglu að sveitarfélagið kosti niðursetningu rotþróa við lögbýli, þar sem fráveita sveitafélagsins nær ekki til. Rotþróargjald greiðist samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi sérreglu varðandi niðursetningu á rotþróm við lögbýli."

Með fundarboði fylgdi minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 13. desember sl, þar sem m.a. kemur fram að sbr. 2.mgr. 8.gr. í Samþykkt um fráveitu og rotþær í Dalvíkurbyggð getur sveitarstjórn sett sérreglur um stuðning við framkvæmdir.
Til máls tóku:
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Freyr Antonsson sem leggur til þá breytingu að sveitarfélagi kosti einnig lagningu sitlagna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofagreinda tillögu veitu- og hafnaráðs og forseta sveitarstjórnar þannig að sveitarfélagið kosti niðursetningu rotþróa við lögbýli ásamt lagningu sitlagna, þar sem fráveita sveitarfélagsins nær ekki til. Rotþróargjald greiðist samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.