Á 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt reglugerð getur sveitarstjórn sett sérstakar reglur um stuðning við um niðursetningu rotþróa. Veitustjóri leggur til þá sérreglu að sveitarfélagið kosti niðursetningu rotþróa við lögbýli, þar sem fráveita sveitafélagsins nær ekki til. Rotþróargjald greiðist samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi sérreglu varðandi niðursetningu á rotþróm við lögbýli."
Með fundarboði fylgdi minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 13. desember sl, þar sem m.a. kemur fram að sbr. 2.mgr. 8.gr. í Samþykkt um fráveitu og rotþær í Dalvíkurbyggð getur sveitarstjórn sett sérreglur um stuðning við framkvæmdir.