Sveitarstjórn

360. fundur 20. júní 2023 kl. 16:15 - 17:29 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1069, frá 01.06.2023.

Málsnúmer 2306002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í einum lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1070, frá 08.06.2023.

Málsnúmer 2306001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202212136.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202302052.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; mál 202305079.
Liður 16 er sér liður á dagskrá; mál 202305098.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1071, frá 15.06.2023.

Málsnúmer 2306005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202212140.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202306020.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202304123.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202212136.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202212128.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

4.Fræðsluráð - 282, frá 14.06.2023.

Málsnúmer 2305007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202303041.
Til máls tók:

Freyr Antonsson, um 7. lið; sem leggur fram eftirfarandi bókun varðandi mál 202303015 Breyttir starfshættir grunnskóla tekið fyrir á 282.fundi fræðsluráðs þann 14.júní sl.:
Með fundarboði fræðsluráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
a)
Minnisblað teymiskennsla, greinargerð Gunnars Gíslasonar, forstöðumanns Miðstöðvar skólaþróunar hjá Háskólanum á Akureyri (MSHA).
b)
Aukning á yngra stigi_fræðsluráð, greinargerð Friðriks Arnarsonar f.h. skólastjórnenda Dalvíkurskóla.
c)
Minnisblað-Breyttir kennsluhættir í Grunnskóla, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Frá og með næsta skólaári er fyrirhugað að breyta fyrirkomulagi sem hefur verið á yngra stigi þ.e. einn umsjónakennari og stuðningsfulltrúi með hvern bekk/árgang yfir í að þrír kennarar hafa umsjón með tveimur árgöngum/teymi auk stuðningsfulltrúa. Þetta fyrirkomulag hefur verið um nokkurt skeið á unglingastigi og gefist vel.
Á 1066.fundi byggðaráðs þann 27.apríl var skólastjórnendum og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir fræðsluráð tillögur með nánari útfærslum á fyrirkomulagi og heildarkostnaði.

Fleiri tóku ekki til máls.

Það er mat sveitarstjórnar að þau gögn sem fylgdu með fundarboði fræðsluráðs útfæri vel hvað það þýði faglega fyrir Dalvíkurskóla að taka upp breytta starfshætti með teymiskennslu, en það vanti upp á útfærslu á áætluðum heildarkostnaði við breytingarnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að kalla eftir frekari fjárhagslegum útreikningum og taka í framhaldinu ákvörðun um afgreiðslu málsins.


5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 150, frá 13.06.2023.

Málsnúmer 2306004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

6.Frá 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl.; Nýtt hljóðkerfi í Berg - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202306020Vakta málsnúmer

Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir ódagsett erindi frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna og Menningarhússins Bergs, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.552.257.- til kaupa á nýju hljóðkerfi í Menningarhúsið Berg. Björk og Gísli viku af fundi kl. 14:48.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, nr. 19 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að liður 05610 - 2810 hækki um kr. 2.552.257.- viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 2.552.257 á lið 05610-2810. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Frá 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl., styrkur til Dalvíkurbyggðar frá ónafngreindum aðila.

Málsnúmer 202304123Vakta málsnúmer

Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Dalvíkurbyggð hefur borist styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000.- frá aðila sem vill ekki láta nafns síns getið. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja tillögur að verkefnum á Betra Ísland þar sem íbúum verður gefinn kostur á að kjósa um hvaða verkefni verður fyrir valinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur byggðaráði að velja tillögur að verkefnum til að kjósa um á Betra Ísland.

8.Frá 1070. fundi byggðaráðs þann 8. júní sl., Umsagnarbeiðni. Rekstrarleyfi gistingar. Brimhóll ehf

Málsnúmer 202305079Vakta málsnúmer

Á 1070. fundi byggðaráðs þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, tölvupóstur dagsettur þann 17.maí 2023, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II - G Íbúð vegna Aðalgötu 8, 621 Dalvík.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara á umsögnum frá Slökkviliðsstjóra og Byggingafulltrúa. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara á umsögn frá Byggingafulltrúa en jákvæð umsögn Slökkviliðsstjóra liggur fyrir.

9.Frá 150. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 13. júní sl., og frá 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl.; Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Á 150. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Samantekt á uppbyggingu troðaraaðstöðu í lok maí 2023: Skíðafélagið hefur spurt hvort það sé inn í myndinni að fara frekar í að gera hús sem er steypt og byggt inn í landið þannig byggingin falli betur að landslaginu. Þetta byggist á gömlum hygmyndum sem hafa verið ræddar með forsvarsmönnum skíðafélagsins. Skíðafélagið áætlar að það kosti 60 milljónir meira en að reisa stálgrindarhús. Það eru ekki til kostnaðaráætlanir eða teikningar af slíku húsi og er því ekki hægt að staðfesta þessar tölur. Það er í raun ekki til nægilegar upplýsingar til að meta þetta þannig að hægt sé að segja já á þessari stundu. Það sem þarf að gera er að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum að hluti af því uppbyggingarfjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til að láta teikna og kostnaðargreina þessa byggingu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum þann 8. júní sl. að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd.Niðurstaða:Ofangreint til umræðu og upplýsinga. "

Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15.júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi tekið fyrir á 1070.fundi byggðaráðs þann 8.júní sl. og eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd. Vísað til næsta fundar byggðaráðs." Á 150. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Samantekt á uppbyggingu troðaraaðstöðu í lok maí 2023: Skíðafélagið hefur spurt hvort það sé inn í myndinni að fara frekar í að gera hús sem er steypt og byggt inn í landið þannig byggingin falli betur að landslaginu. Þetta byggist á gömlum hygmyndum sem hafa verið ræddar með forsvarsmönnum skíðafélagsins. Skíðafélagið áætlar að það kosti 60 milljónir meira en að reisa stálgrindarhús. Það eru ekki til kostnaðaráætlanir eða teikningar af slíku húsi og er því ekki hægt að staðfesta þessar tölur. Það er í raun ekki til nægilegar upplýsingar til að meta þetta þannig að hægt sé að segja já á þessari stundu. Það sem þarf að gera er að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum að hluti af því uppbyggingarfjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til að láta teikna og kostnaðargreina þessa byggingu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum þann 8. júní sl. að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd. Ofangreint til umræðu og upplýsinga. "Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofnaður verður vinnuhópur um ofangreint verkefni. Tilefndir frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur; Hörður Finnbogason og Óskar Óskarsson, Sigurður Guðmundsson til vara. Tilnefndir frá Dalvíkurbyggð; Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Freyr Antonsson, Helgi Einarsson til vara. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn og leggja fyrir fund sveitarstjórnar."


Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.


Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stofnaður verði vinnuhópur og tilnefningu byggðaráðs í vinnuhópinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og að skilafrestur verði 30.09.2023.

10.Frá 282. fundi fræðsluráðs þann 14. júní sl., Ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202303041Vakta málsnúmer

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri fór yfir þær breytingar sem óskað er eftir við innritun í leikskóla. Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að innritun í leikskóla verði að jafnaði við 12 mánaða aldur. Fræðsluráð óskar jafnframt að heildar reglur verði samræmdar við leikskólann í Árskógarskóla. "Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu fræðsluráðs að breytingum á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að innritunarreglum. Sveitarstjórn telur eðlilegt í ljósi þess að fæðingarorlof er 12 mánuðir að innritun miðist að jafnaði við 12 mánaða aldur. "

Á 282. fundi fræðsluráðs þann 14. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir innritunarreglur í leikskóla í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir innritunarreglur leikskóla í Dalvíkurbyggð, með fimm atkvæðum. Sérbókun : Benedikt Snær Magnússon, hefði viljað sjá inn í reglum " Niðurfelling á gjöldum þegar leikskóli er lokaður á óviðráðanlegum orsökum ". Það fékk ekki hljómgrunn á fundinum."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að skólastjórnendum sé heimilt að fella niður leikskólagjöld þá daga sem leikskólastarf fellur niður af óviðráðanlegum orsökum.

Monika Margrét Stefánsdóttir.
Helgi Einarsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingum á innritunarreglum leikskóla í Dalvíkurbyggð með breytingatillögu frá Frey Antonssyni. Monika Margrét Stefánsdóttir og Felix Rafn Felixson sitja hjá. Breytingin sem fræðsluráð gerði; Kötlukot- Foreldrar barna í Kötlukoti fá 3% afslátt frá gjaldskrá vegna fleiri lokunardaga.

11.Frá 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl.; Ástandsskoðun á byggðasafninu Hvoli

Málsnúmer 202212140Vakta málsnúmer

Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarand bókað:
"Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað: "a) Tillaga að vinnuhópi vegna húsnæðismála stofnana sveitarfélagsins ásamt erindisbréfi. Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að ofangreindum vinnuhópi ásamt erindisbréfi.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að eftirtaldir skipi vinnuhópinn: Sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar með þeirri breytingu að verklok verði 15. maí nk. b) Ályktun menningarráðs varðandi framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafnið. Á 94. fundi menningarráðs þann 31. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Tekin fyrir skýrsla frá Eflu dags. 15.12.2022. Óskað var eftir við Eflu að gera ástandsskoðun á húsnæði í Karlsrauðatorgi 7. (Hvoll - Byggðarsafn). Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, fór yfir helstu niðurstöður úr skýrslu og næstu skref í úrbótum.Niðurstaða:Menningarráð leggur til við sveitastjórn Dalvíkurbyggðar að finna framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafn Dalvíkurbyggðar sem fyrst. Enginn tók til máls. a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs skipi vinnuhóp um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins samkvæmt a) lið hér að ofan að hafa ályktun menningarráðs til hliðsjónar í störfum sínum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna og Menningarhússins Bergs, dagssett 30.maí 2023, þar sem hún kallar eftir ákvörðun eða samtali varðandi framhald flutninga í Hvoli. Lovísa María, Jóhann Már og Heiða viku af fundi kl. 14:24.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna að halda áfram vinnu við að tæma húsnæðið. Jafnframt að unnið verði að því í samstarfi við Framkvæmdasvið að leggja grunninn að þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að fara í."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela forstöðumanni safna að halda áfram vinnu við að tæma húsnæðið. Jafnframt að unnið verði að því í samstarfi við Framkvæmdasvið að leggja grunninn að þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að fara í.

12.Frá 1070. fundi byggðaráðs þann 8. júní sl.; Dalvíkurlína 2, samningur um jarðir í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202305098Vakta málsnúmer

Á 1070. fundi byggðaráðs þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Landsnet óskar eftir því að ganga til samninga við Dalvíkurbyggð vegna lagningar Dalvíkurlínu 2 um jarðir í eigu sveitarfélagsins. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Landsnet vegna lagningar Dalvíkurlínu 2 um jarðir sveitarfélagsins og leggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Landsnet vegna lagningar Dalvíkurlínu 2 um jarðir sveitarfélagsins.

13.Frá 1070. fundi byggðaráðs þann 8. júní sl.; Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036

Málsnúmer 202302052Vakta málsnúmer

Á 1070. fundi byggðaráðs þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 með ósk um að hún verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036.

14.Frá 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl.; Frumhagkvæmnimat líforkuvers

Málsnúmer 202212128Vakta málsnúmer

Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 357. fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2023 var eftirfarandi bókað: Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað: Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Elías Pétursson, verkefnastjóri, Kjartan Ingvarsson, frá umhverfis- orku, og loftlagsráðuneytinu, og Kristín Helga Schiöth frá SSNE, og Gunnar Kristinn Guðmundsson, formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs, kl. 14:00. Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá Elíasi Péturssyni, verkefnastjóra vegna líforkuvers, dagsettur þann 29. desember sl, þar sem fram kemur að hugmyndin er að funda með sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem eiga aðild að SSNE til að kynna og ræða frumhagkvæmismat vegna líforkuvers en matið fylgir erindinu. Óskað er eftir tillögum um óskatímasetningu og tímasetningu til vara fyrir hvert sveitarfélag. Byggðaráð leggur til tímasetninguna fimmtudaginn 19. janúar kl. 14:00 og til vara fimmtudaginn 26. janúar kl. 14:00. Til umræðu ofangreint. Elías, Kjartan, Kristín Helga og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:20.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 16. febrúar 2023, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að sameiginlegri viljayfirýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuvers í Eyjafjarðar sem SSNE óskar eftir að sveitarfélögin taki afstöðu til hvort þau eru tilbúin að standa að viljayfirlýsingunni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viljayfirlýsingu eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði. Með fundarboði fylgja drög að viljayfirlýsingu vegna áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði. Óskað er eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar til þátttöku í stofnun þróunarfélags um verkefnið. Ekki er gert ráð fyrir því að kostnaður falli á sveitarfélagið vegna þessa.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í stofnun þróunarfélags."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð taki þátt í stofnun þróunarfélags um áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers í Eyjafirði með þeim formmerkjum að ekki falli til kostnaður á sveitarfélagið vegna þessa.

15.Frá 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl.; Umsókn um stofnun byggingarlóðar úr landi Hrísa

Málsnúmer 202208080Vakta málsnúmer

Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5. september 2022 og á 2. fundi Skipulagsráðs þann 3. október 2022 var tekin fyrir umsókn frá Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur og Skarphéðins Péturssonar eftir leyfi fyrir skika úr landi Hrísa fyrir lóð undir nýtt íbúðarhús, ræktun og gróðursetningu. Var framkvæmdasviði falið að ræða við umsækjendur um stærð lóðar og fyrirkomulag lóðarleigusamnings. Í framhaldi af þeim viðræðum var Önnu Baldvinu og Skarphéðni boðið að koma á fund ráðsins til að fara nánar yfir hugmyndir sínar um nýtingu lóðarinnar.Niðurstaða:Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ganga frá samningi við umsækjendur og leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls forseti sveitartjórnar sem leggur til eftirfarandi:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum umsókn um stofnun byggingalóðar Lnr. 235844 úr landi Hrísa samkvæmt lóðarblaði frá verkfræðistofunni Mannviti, dagsettu í maí 2023 og felur sveitarstjóra að úthluta lóðinni og ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjendur."

Fleiri tóku ekki til máls.

SVeitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

16.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstrarleyfi veitinga - Cafe Aroma

Málsnúmer 202306043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 13. júní 2023, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi veitinga í flokki II frá Cafe Aroma ehf vegna Cafe Aroma ( í Menningarhúsinu Bergi). Um er að ræða nýtt rekstarleyfi í stað leyfis LG-REK-015568 Menningarfélagið Berg.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir um að ofangreint leyfi sé veitt með fyrirvara um umsagnir slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits.

17.Frá Felix Rafn Felixsyni; Ósk um lausn frá störfum

Málsnúmer 202306062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Felix Rafn Felixsyni, rafpóstur dagsettur þann 14. júní sl., þar sem hann óskar lausnar frá störfum sem kjörinn fulltrúi vegna flutninga úr sveitarfélaginu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Felix Rafn Felixsyni lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi frá 1. ágúst nk. úr sveitarstjórn og byggðaráði. Sveitarstjórn þakkar Felix fyrir störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar.

18.Frá Kristínu Kjartansdóttur; Ósk um lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi

Málsnúmer 202306063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Felix Rafn Felixsyni, rafpóstur dagsettur þann 14.júni sl., þar sem fram kemur að Kristín Kjartansdóttir óskar lausnar frá störfum sem kjörinn fulltrúi vegna flutnings úr sveitarfélaginu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Kristínu Kjartansdóttur lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi. Sveitarstjórn þakkar fyrir störf í þágu sveitarfélagsins og óskar Kristínu velfarnaðar.

19.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202306061Vakta málsnúmer

a) Kosning í byggðaráð til eins árs, sbr. 47. gr., A liður.


Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi tillögur varðandi kjör í byggðaráð til eins árs:
Aðalmenn:
(D) Freyr Antonsson, varaformaður
(K) Helgi Einarsson, formaður
(B) Felix Rafn Felixson til og með 31. júlí nk., Lilja Guðnadóttir frá og með 1. ágúst nk.

Varamenn:
(D)Sigríður Jódís Gunnarsdóttir
(K) Katrín Sif Ingvarsdóttir.
(B) Lilja Guðnadóttir til og með 31. júlí nk., Monika Margrét Stefánsdóttir, frá og með 1. ágúst nk.

b) Kosning í ráð og nefndir í stað Felix Rafns Felixsonar og tengdar breytingar á nefndaskipan B lista Framsóknar og félagshyggjufólks.

Til máls tók Felix Rafn Felixson sem gerði grein fyrir að Monika Margrét Stefánsdóttir óskar lausnar frá störfum í veitu- og hafnaráði og Lilja Guðnadóttir óskar lausnar úr félagsmálaráði. Felix Rafn leggur fram eftirfarandi tillögur sem taki þá strax gildi:

Félagsmálaráð:
Aðalmaður: Monika Margrét Stefánsdóttir í stað Lilju Guðnadóttur.
Varamaður: Kristinn Bogi Antonsson í stað Felix Rafn Felixsonar.

Veitu- og hafnaráð:
Aðalmaður: Valdimar Bragason í stað Moniku Margrétar Stefánsdóttur.
Varamaður: Sigvaldi Gunnlaugsson í stað Valdimars Bragasonar.

Skólanefnd TÁT:
Þórhalla Karlsdóttir taki sæti Felix Rafns Felixsonar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð:
Varamaður; Þórhalla Karlsdóttir í stað Moniku Margrétar Stefánsdóttur.

Fulltrúi á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Aðalfulltrúi: Lilja Guðnadóttir í stað Felix Rafn Felixsonar.
Varafulltrúi: Monika Margrét Stefánsdóttir í stað Lilju Guðnadóttur.


Fulltrúaráð Leiguíbúða Dalvikurbyggðar hses;
Lilja Guðnadóttir í stað Felix Rafns Felixsonar.

Varaþingfulltrúi SSNE;
Monika Margrét Stefánsdóttir í stað Felix Rafns Felixsonar.

Í sveitarstjórn tekur Monika Margrét Stefánsdóttir við sem aðalmaður þann 1. ágúst nk. í stað Felix Rafns Felixsonar og Þorsteinn Ingi Ragnarsson verður varamaður frá og með 1. ágúst nk.

c) Kosning í ráð og nefndir í stað Kristínar Kjartansdóttur.

Til máls tók Felix Rafn Felixson sem leggur til eftirfarandi:

Íþrótta- og æskulýðsráð:
Aðalmaður: Kristinn Bogi Antonsson í stað Kristínar Kjartansdóttur.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.

20.Tillaga um frestun funda sveitarstjórna samkvæmt 8. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 4082022.

Málsnúmer 202306060Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu um frestun funda sveitarstjórnar; dagsett þann 16. júní sl.;
"Með vísan til 8. gr. í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, með síðari breytingum, samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2023.Jafnframt er byggðarráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 32. gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 21. júní 2023 til og með 31. ágúst 2023."
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um sumarleyfi.

Fundi slitið - kl. 17:29.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs