Fræðsluráð - 282, frá 14.06.2023.

Málsnúmer 2305007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 360. fundur - 20.06.2023

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202303041.
Til máls tók:

Freyr Antonsson, um 7. lið; sem leggur fram eftirfarandi bókun varðandi mál 202303015 Breyttir starfshættir grunnskóla tekið fyrir á 282.fundi fræðsluráðs þann 14.júní sl.:
Með fundarboði fræðsluráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
a)
Minnisblað teymiskennsla, greinargerð Gunnars Gíslasonar, forstöðumanns Miðstöðvar skólaþróunar hjá Háskólanum á Akureyri (MSHA).
b)
Aukning á yngra stigi_fræðsluráð, greinargerð Friðriks Arnarsonar f.h. skólastjórnenda Dalvíkurskóla.
c)
Minnisblað-Breyttir kennsluhættir í Grunnskóla, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Frá og með næsta skólaári er fyrirhugað að breyta fyrirkomulagi sem hefur verið á yngra stigi þ.e. einn umsjónakennari og stuðningsfulltrúi með hvern bekk/árgang yfir í að þrír kennarar hafa umsjón með tveimur árgöngum/teymi auk stuðningsfulltrúa. Þetta fyrirkomulag hefur verið um nokkurt skeið á unglingastigi og gefist vel.
Á 1066.fundi byggðaráðs þann 27.apríl var skólastjórnendum og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir fræðsluráð tillögur með nánari útfærslum á fyrirkomulagi og heildarkostnaði.

Fleiri tóku ekki til máls.

Það er mat sveitarstjórnar að þau gögn sem fylgdu með fundarboði fræðsluráðs útfæri vel hvað það þýði faglega fyrir Dalvíkurskóla að taka upp breytta starfshætti með teymiskennslu, en það vanti upp á útfærslu á áætluðum heildarkostnaði við breytingarnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að kalla eftir frekari fjárhagslegum útreikningum og taka í framhaldinu ákvörðun um afgreiðslu málsins.