a) Kosning í byggðaráð til eins árs, sbr. 47. gr., A liður.
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi tillögur varðandi kjör í byggðaráð til eins árs:
Aðalmenn:
(D) Freyr Antonsson, varaformaður
(K) Helgi Einarsson, formaður
(B) Felix Rafn Felixson til og með 31. júlí nk., Lilja Guðnadóttir frá og með 1. ágúst nk.
Varamenn:
(D)Sigríður Jódís Gunnarsdóttir
(K) Katrín Sif Ingvarsdóttir.
(B) Lilja Guðnadóttir til og með 31. júlí nk., Monika Margrét Stefánsdóttir, frá og með 1. ágúst nk.
b) Kosning í ráð og nefndir í stað Felix Rafns Felixsonar og tengdar breytingar á nefndaskipan B lista Framsóknar og félagshyggjufólks.
Til máls tók Felix Rafn Felixson sem gerði grein fyrir að Monika Margrét Stefánsdóttir óskar lausnar frá störfum í veitu- og hafnaráði og Lilja Guðnadóttir óskar lausnar úr félagsmálaráði. Felix Rafn leggur fram eftirfarandi tillögur sem taki þá strax gildi:
Félagsmálaráð:
Aðalmaður: Monika Margrét Stefánsdóttir í stað Lilju Guðnadóttur.
Varamaður: Kristinn Bogi Antonsson í stað Felix Rafn Felixsonar.
Veitu- og hafnaráð:
Aðalmaður: Valdimar Bragason í stað Moniku Margrétar Stefánsdóttur.
Varamaður: Sigvaldi Gunnlaugsson í stað Valdimars Bragasonar.
Skólanefnd TÁT:
Þórhalla Karlsdóttir taki sæti Felix Rafns Felixsonar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð:
Varamaður; Þórhalla Karlsdóttir í stað Moniku Margrétar Stefánsdóttur.
Fulltrúi á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Aðalfulltrúi: Lilja Guðnadóttir í stað Felix Rafn Felixsonar.
Varafulltrúi: Monika Margrét Stefánsdóttir í stað Lilju Guðnadóttur.
Fulltrúaráð Leiguíbúða Dalvikurbyggðar hses;
Lilja Guðnadóttir í stað Felix Rafns Felixsonar.
Varaþingfulltrúi SSNE;
Monika Margrét Stefánsdóttir í stað Felix Rafns Felixsonar.
Í sveitarstjórn tekur Monika Margrét Stefánsdóttir við sem aðalmaður þann 1. ágúst nk. í stað Felix Rafns Felixsonar og Þorsteinn Ingi Ragnarsson verður varamaður frá og með 1. ágúst nk.
c) Kosning í ráð og nefndir í stað Kristínar Kjartansdóttur.
Til máls tók Felix Rafn Felixson sem leggur til eftirfarandi:
Íþrótta- og æskulýðsráð:
Aðalmaður: Kristinn Bogi Antonsson í stað Kristínar Kjartansdóttur.