Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Silja Dröfn Jónsdóttir, innheimtufulltrúi og fyrrv. upplýsingafulltrúi, og Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.
Dalvíkurbyggð auglýsti opið fyrir umsóknir um styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði sveitarfélagsins vegna ársins 2023 þann 10. maí sl. Umsóknarfrestur var til og með 11. júní sl.
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/opid-fyrir-umsoknir-i-nyskopunar-og-throunarsjod-dalvikurbyggdar-4Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað fyrrv. upplýsingafulltrúa þar sem fram kemur að alls bárust þrjár umsóknir um styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði Dalvíkurbyggðar árið 2023.
Umsækjendur eru:
Gísli Þór Brynjólfsson fyrir hönd G.Þ.B. ehf.,
Júlía Margrét Rúnarsdóttir
Guðrún Inga Hannesdóttir fyrir hönd Daley hönnun ehf.
Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir umsóknunum.
Umsóknirnar hafa verið metnar út frá reglum um Nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar og metur upplýsingafulltrúi þær styrkhæfar.
Silja Dröfn og Friðjón Árni viku af fundi kl. 14:19.
G.Þ.B. ehf. kr. 300.000. Vísað á lið 13800-9145.
Júlía Margrét Rúnarsdóttir, kr. 500.000. Vísað á lið 13800-9145.
Daley hönnun ehf. kr. 500.000. Vísað á lið 13800-9145.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Nýsköpunar- og þróunarsjóðurinn og úthlutunarreglur verði tekið til endurskoðunar.