Á 1005. fundi byggðaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Til umfjöllunar álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu sem og þjónustugjöld fasteigna vegna sorphirðu, vatnsveitu og fráveitu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að gera prufuálagningu fasteignagjalda miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, fyrir næsta fund byggðaráðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu niðurstöður úr prufuálagningu samkvæmt ofangreindu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að álagningarprósentur fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára. Álagning á vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorphirðu verði samkvæmt tillögum sem liggja fyrir að gjaldskrám. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi prufuálagning fasteignagjalda í samræmi við ofangreindar forsendur frá skipulags- og tæknifulltrúa.