Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 02.11.2021 var eftirfarndi bókað:
"Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagamálasviðs, dagsett þann 28. september 2021, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560- Skammtímavistun. Fram kemur að auka þarf um 100% stöðugildi vegna aukningar þjónustuþega. Lagt er til að launaviðaukanum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauki nr. 20, að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560 og að honum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og beiðni um launaviðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560 og að honum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110."
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að samkvæmt meðfylgjandi gögnum, eftir að búið er að reikna viðaukann í launaáætlunarkerfi, þá er breyting á launaáætlun kr. 3.108.634 á deild 02110-9910, m.a. þar sem ekki var gert áður ráð fyrir launatengdum gjöldum. Lagt er til sem fyrr að liður 02110-9110 lækki um sömu upphæð.
Einnig kom fram að búið er að gera ráð fyrir ofangreindri leiðréttingu í heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021 sem er á dagskrá hér á eftir.