Atvinnumála- og kynningarráð

65. fundur 06. október 2021 kl. 08:15 - 10:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri SSNE, fór með ráðinu í fyrirtækjaheimsóknirnar á Árskógssandi.

1.Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Málsnúmer 202110002Vakta málsnúmer

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fer fram þann 14. október nk.
Það er Markaðsstofa Norðurlands sem stendur fyrir hátíðinni á ári hverju og að þessu sinni munu ferðaþjónustuaðilar kynna sér ferðaþjónustuna á Tröllaskaga.

Upphafið verður í salnum á Hótel Dalvík og er búist við um 80-100 manns. Þjónustu- og upplýsingafulltrúi leggur til við ráðið að Dalvíkurbyggð taki vel á móti gestum hátíðarinnar og bjóði upp á kaffi og kaffibrauð að morgni dags.

Sveitarstjóri mun mæta á staðinn og halda smá tölu fyrir gesti.
Lagt fram til kynningar. Ráðið felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að senda erindi inn til Byggðaráðs varðandi kostnað við móttöku gesta á uppskeruhátíðinni.

2.Fréttaskot Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202105137Vakta málsnúmer

Tekið fyrir Fréttaskot Markaðsstofu Norðurlands frá 29. september sl.
Lagt fram til kynningar.

3.Ársfundur Norðurstrandarleiðar

Málsnúmer 202110003Vakta málsnúmer

Haldinn verður ársfundur Norðurstrandarleiðar, þann 8. nóvember nk. þar sem farið verður yfir stöðu verkefnisins, hvernig það hefur gengið hingað til og hver næstu skref eru.
Ráðið felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa og formanni ráðsins að sækja fundinn á Hótel Natur ef þær hafa tök á.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 á deild 13 og 21.
Lagt fram til kynningar

5.Heimsóknir í fyrirtæki 2019-2022

Málsnúmer 201901022Vakta málsnúmer

Atvinnumála - og kynnningaráð freistar þess að komast aftur af stað í fyrirtækjaheimsóknir.

Að þessu sinni fór ráðið í heimsókn inn á Árskógssand, í Sólrúnu, Bruggsmiðjuna Kalda og Bjórböðin
Atvinnumála - og kynningaráð þakkar rekstraraðilum Sólrúnar, Bruggsmiðjunnar og Bjórbaðanna kærlega fyrir móttökurnar og góðar og þarfar ábendingar.
Ráðið felur Írisi Hauksdóttur, þjónustu- og upplýsingafulltrúa, að senda fyrir Umhverfisráð og Veitu- og hafnaráð, erindi varðandi þær umræður sem sköpuðust í fyrirtækjaheimsókninni.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi