Heimsóknir í fyrirtæki 2019

Málsnúmer 201901022

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 40. fundur - 09.01.2019

Undanfarin ár hefur eitt af verkefnum atvinnumála- og kynningarráðs verið að heimasækja fyrirtæki í sveitarfélaginu og/eða fá ákveðnar atvinnugreinar á fund ráðsins.

Markmiðið með þessum heimsóknum er að kynna sér starfsemi fyrirtækja í sveitarfélaginu og fá betri yfirsýn yfir stöðu atvinnulífsins og framtíðarhorfur.

Til umræðu framhald á þessu verkefni.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að heimsóknum í fyrirtæki út kjörtímabilið.

Atvinnumála- og kynningarráð - 41. fundur - 06.02.2019

Á 40. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 9. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:

"Undanfarin ár hefur eitt af verkefnum atvinnumála- og kynningarráðs verið að heimasækja fyrirtæki í sveitarfélaginu og/eða fá ákveðnar atvinnugreinar á fund ráðsins.

Markmiðið með þessum heimsóknum er að kynna sér starfsemi fyrirtækja í sveitarfélaginu og fá betri yfirsýn yfir stöðu atvinnulífsins og framtíðarhorfur.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að heimsóknum í fyrirtæki út kjörtímabilið. "

Með fundarboði fylgdi tillaga þjónustu- og upplýsingafulltrúa að heimsóknum í fyrirtæki og/eða heimsóknir rekstraraðila á fund atvinnumála- og kynningarráðs.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að skipuleggja fund með ferðaþjónustuaðilum sem verður haldinn 6. mars 2019.

Atvinnumála- og kynningarráð - 42. fundur - 06.03.2019

Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu mættu á fund Atvinnumála- og kynningarráðs kl. 8:15. Alls mættu á fundinn 8 aðilar fyrir 9 fyrirtæki.

Til umræðu hver staðan er í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð og hverjar eru framtíðarhorfurnar. Einnig meðal annars hvort sé fækkun eða fjölgun ferðamanna, bókanir, starfsmannahald, markaðssetning, Upplýsingamiðstöðin, Markaðsstofa Norðurlands, Ferðatröll.


Klukkan 9:40 kom á fundinn Sif Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar á Dalvík. Sif kynnt hvernig SÍMEY getur stutt við ferðaþjónustuna til dæmis með námskeiðum.

Sif vék af fundi kl. 10:05

Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð viku af fundi kl.10:05

Atvinnumála- og kynningarráð þakkar forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu og Sif Jóhannesdóttur fyrir mætinguna á fundinn og góðar umræður. Atvinnumála- og kynningarráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að takan saman minnisblað um það helsta sem fram kom á fundinum og boða til annars fundar í tengslum við samstarf milli ferðaþjónustuaðila.

Atvinnumála- og kynningarráð - 43. fundur - 03.04.2019

Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu mættu á fund Atvinnumála- og kynningarráðs kl. 8:15. Alls mættu á fundinn 8 aðilar fyrir 9 fyrirtæki.

Til umræðu hver staðan er í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð og hverjar eru framtíðarhorfurnar. Einnig meðal annars hvort sé fækkun eða fjölgun ferðamanna, bókanir, starfsmannahald, markaðssetning, Upplýsingamiðstöðin, Markaðsstofa Norðurlands, Ferðatröll.


Klukkan 9:40 kom á fundinn Sif Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar á Dalvík. Sif kynnt hvernig SÍMEY getur stutt við ferðaþjónustuna til dæmis með námskeiðum.

Sif vék af fundi kl. 10:05

Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð viku af fundi kl.10:05.

Atvinnumála- og kynningarráð þakkar forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu og Sif Jóhannesdóttur fyrir mætinguna á fundinn og góðar umræður. Atvinnumála- og kynningarráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að takan saman minnisblað um það helsta sem fram kom á fundinum og boða til annars fundar í tengslum við samstarf milli ferðaþjónustuaðila".

Ferðaþjónustuðailar voru boðaðir að nýju á fund ráðsins en vegna dræmrar þátttöku þá fellur sá liður á þessum fundi.
Farið var yfir framhaldið og næstu heimsóknir ráðsins til fyrirtækja skoðaðar.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 44. fundur - 08.05.2019

Freyr Antonsson hjá Arctic Sea Tours/Arctic Adventures tók á móti atvinnmála- og kynningarráði og starfsmönnum þess og kynnti fyrir þeim starfssemina, kl. 8:15.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur - 04.09.2019

Stefnt hafði verið á samráðsfund með ferðaþjónustuaðilum á fundi ráðsins í september. Þar sem álagstímabil hjá ferðaþjónustuaðilum er enn í gangi er lagt til að sá fundur frestist fram í október.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að boða ferðaþjónustuaðila á fund ráðsins í október og að fundarboð verði sent út fljótlega.

Atvinnumála- og kynningarráð - 47. fundur - 02.10.2019

Undir þessum lið mæta á fund ráðsins kl. 09:00 ferðaþjónustuaðilar í Dalvíkurbyggð.

Dagskrá fundarins:
1. Hvað fór vel í sumar og hvað mætti betur fara?
2. Möguleiki á móttöku skemmtiferðaskipa í hafnir Dalvíkurbyggðar.
3. Önnur mál
1. Rætt var um aðsókn ferðamanna í Dalvíkurbyggð í sumar. Mikið hefur verið að gera hjá flestum aðilum og ekki hefur borið mikið á þeirri minnkun á aðsókn ferðamanna sem búist var við fyrr í ár. Aðilar voru sammála um að meira samstarf á milli aðila væri gott en það spili inn í hversu mikið er að gera hjá ferðaþjónustuaðilum á sumrin. Spurning hvort þurfi að auka meira samstarf milli aðila frekar á veturna.

2. Tekið var vel í þá hugmynd að taka á móti skemmtiferðaskipum í Dalvíkurbyggð en allir sammála um að það þyrfti að vera vel skipulagt og virkja ferðaþjónustuaðila með í ferlinu. Það verður að mati ráðsins að hafa eitthvað að bjóða gestunum sem koma í land svo við missum þá ekki úr sveitarfélaginu í stoppinu. Þá kom einnig fram sú hugmynd að reyna frekar að herja á að minni skip stoppi hjá okkur til að byrja með, t.d. 500 manna.

3. Undir liðnum önnur mál var ýmislegt rætt.
Meðal annars voru samgöngumál rædd og hversu mikilvægt það er fyrir ferðaþjónustuaðila í Dalvíkurbyggð að geta stólað á almenningssamgöngur til og frá Dalvíkurbyggð. Það getur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustumál í byggðalaginu að þau mál séu í lagi.

Þá var einnig rætt um verkefnið Birdtrail og hvort hugsanlega væri grundvöllur fyrir inngöngu í það verkefni þar sem Dalvíkurbyggð státar af einstaklega fjölbreyttu fuglalífi.

Fleira ekki rætt á þessum fundi en ferðaþjónustuaðilar sátu áfram samráðsfundinn með veitu- og hafnarráði.


Atvinnumála- og kynningarráð - 49. fundur - 06.12.2019

Til umræðu næsti samráðsfundur við atvinnulífið skv. atvinnustefnu, bændur.
Ákveðið að boða bændur á fund ráðsins í febrúar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 65. fundur - 06.10.2021

Atvinnumála - og kynnningaráð freistar þess að komast aftur af stað í fyrirtækjaheimsóknir.

Að þessu sinni fór ráðið í heimsókn inn á Árskógssand, í Sólrúnu, Bruggsmiðjuna Kalda og Bjórböðin
Atvinnumála - og kynningaráð þakkar rekstraraðilum Sólrúnar, Bruggsmiðjunnar og Bjórbaðanna kærlega fyrir móttökurnar og góðar og þarfar ábendingar.
Ráðið felur Írisi Hauksdóttur, þjónustu- og upplýsingafulltrúa, að senda fyrir Umhverfisráð og Veitu- og hafnaráð, erindi varðandi þær umræður sem sköpuðust í fyrirtækjaheimsókninni.

Atvinnumála- og kynningarráð - 68. fundur - 02.02.2022

Til umræðu mögulegar heimsóknir í fyrirtæki á næstunni í ljósi þess að enn eru að greinast Covid-19 tilfelli í Dalvíkurbyggð.

Á 1013. fundi Byggðaráðs sem haldinn var 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra SSNE að kanna þörf og áhuga hjá einyrkjum að leigja vinnuaðstöðu/skrifstofur í sveitarfélaginu.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um kaffifund sem áætlað er að halda miðvikudaginn 8. febrúar nk. í Bergi þar sem einyrkjum og einstaklingum í störfum án staðsetningar verður boðið til fundar til almennra umræðna. Þar verður meðal annars könnuð þörf og áhugi hjá þeim á að leigja vinnuaðstöðu/skrifstofur í sveitarfélaginu.
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að skipuleggja fyrirtækjaheimsóknir á næsta fundi ráðsins.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um kaffifund sem áætlað er að halda miðvikudaginn 8. febrúar nk. í Bergi þar sem einyrkjum og einstaklingum í störfum án staðsetningar verður boðið til fundar til almennra umræðna. Þar verður meðal annars könnuð þörf og áhugi hjá þeim á að leigja vinnuaðstöðu/skrifstofur í sveitarfélaginu.