Málsnúmer 201901022Vakta málsnúmer
Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu mættu á fund Atvinnumála- og kynningarráðs kl. 8:15. Alls mættu á fundinn 8 aðilar fyrir 9 fyrirtæki.
Til umræðu hver staðan er í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð og hverjar eru framtíðarhorfurnar. Einnig meðal annars hvort sé fækkun eða fjölgun ferðamanna, bókanir, starfsmannahald, markaðssetning, Upplýsingamiðstöðin, Markaðsstofa Norðurlands, Ferðatröll.
Klukkan 9:40 kom á fundinn Sif Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar á Dalvík. Sif kynnt hvernig SÍMEY getur stutt við ferðaþjónustuna til dæmis með námskeiðum.
Sif vék af fundi kl. 10:05
Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð viku af fundi kl.10:05