Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára.
Nú er hinsvegar kominn tími á að uppfæra viðkomandi lista. Því leitum við eftir að fá nýjan lista frá ykkur sem er topp fimm listi yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni á ykkar svæði til næstu 2 ára.
Notast verður við sömu aðferðafræði og gert var síðast sem byggir á ákvörðun stýrihóps DMP sem skipti Norðurlandi í 4 mismunandi svæði:
1.
Austur- og Vestur Húnavatnssýsla
2.
Skagafjörður, Fjallabyggð, Eyjafjörður
3.
Mývatn, Húsavík, Þingeyjarsveit
4.
Norðurhjarasvæði
1.
Sveitarfélög og ferðamálafélög á viðkomandi svæði senda topp 5 lista. (Topp 5 listinn þarf að vera verkefni sem sveitarfélagið metur sem mikilvæg fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu á viðkomandi svæði)
Skila þarf inn verkefnum á eyðublaði sem er í viðhengi.
SKILAFRESTUR er 31. mars.
Stefnt er á að halda svæðisfund fyrir Eyjafjörð á Dalvík þann 15. apríl nk.