Frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu; Áfangastaðaáætlanir

Málsnúmer 201901086

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 895. fundur - 07.02.2019

Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum.

Áfangastaðaáætlun Norðurlands er aðgengileg á vef Ferðamálastofu
https://www.ferdamalastofa.is/static/research/files/dmp_skyrsla_2018_webpdf

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 42. fundur - 06.03.2019

Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar."

Til umræðu ofangreind áfangastaðaáætlun Norðurlands.
Lagt fram til kynningar

Atvinnumála- og kynningarráð - 43. fundur - 03.04.2019

Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:

"Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Lagt fram til kynningar".

Björn Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands mætti á fundinn kl 9:30 og kynnti fyrir ráðinu verkefni ofangreinda áfangastaðaáætlun.

Björn vék af fundi kl 10:45.
Lagt fram til kynningar. Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Birni fyrir komuna á fund ráðsins og góða kynningu.

Umhverfisráð - 318. fundur - 05.04.2019

Á 895 fundi byggðarráðs var erindnu vísað til umræðu í umhverfisráði og eftirfarandi bókað
"Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum."
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar undrast hversu lítið er fjallað um sveitarfélagið Dalvíkurbyggð og þá mörgu áhugaverðu staði sem það hefur uppá að bjóða.

Atvinnumála- og kynningarráð - 51. fundur - 04.03.2020

Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára.

Nú er hinsvegar kominn tími á að uppfæra viðkomandi lista. Því leitum við eftir að fá nýjan lista frá ykkur sem er topp fimm listi yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni á ykkar svæði til næstu 2 ára.
Notast verður við sömu aðferðafræði og gert var síðast sem byggir á ákvörðun stýrihóps DMP sem skipti Norðurlandi í 4 mismunandi svæði:

1.
Austur- og Vestur Húnavatnssýsla
2.
Skagafjörður, Fjallabyggð, Eyjafjörður
3.
Mývatn, Húsavík, Þingeyjarsveit
4.
Norðurhjarasvæði

1.
Sveitarfélög og ferðamálafélög á viðkomandi svæði senda topp 5 lista. (Topp 5 listinn þarf að vera verkefni sem sveitarfélagið metur sem mikilvæg fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu á viðkomandi svæði)
Skila þarf inn verkefnum á eyðublaði sem er í viðhengi.
SKILAFRESTUR er 31. mars.

Stefnt er á að halda svæðisfund fyrir Eyjafjörð á Dalvík þann 15. apríl nk.
Atvinnumála- og kynningarráð felur þjónustu-og upplýsingafulltrúa að vinna málið áfram miðað við hugmyndir sem komu fram á fundinum og skila efni innan gefins frests.

Atvinnumála- og kynningarráð - 54. fundur - 05.06.2020

Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára.

Nú er hinsvegar kominn tími á að uppfæra viðkomandi lista.

Farið yfir tölvupóst frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem leitað er eftir að fá nýjan lista frá Dalvíkurbyggð sem er topp fimm listi yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni á svæðinu til næstu 2 ára.

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kynnti minnisblað með lista yfir hugmyndir að Topp 5 lista frá Dalvíkurbyggð.
Á honum eru:

Bílastæði/Áningarstaður við upphaf gönguleiðar upp að Skeiðsvatni
Göngubrú í Friðlandi Svarfdæla
Útsýnispallur fyrir Miðnætursól og Norðurljós í Múla
Þórslundur, skógrækt til heiðurs Varðskipinu Þór til að kolefnisjafna veru þess í Dalvíkurbyggð í desember.
Upplýsingaskilti/Áningastaður við veg um minnisvarða um Látra-Björgu í Stærri-Árskógi.
Farið yfir tímaáætlanir og kostnaðarliði en um forgangsröðun mögulegra verkefna til næstu þriggja ára er að ræða.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna verkefnið áfram og senda listann frá Dalvíkurbyggð til Markaðsstofu Norðurlands.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa einnig falið að vinna áfram hugmyndir þessu tengdu frá Ferðafélagi Svarfdæla.