Málsnúmer 201902027Vakta málsnúmer
Á 311. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögu umhverfisráðs um breytingu á deiliskipulagi vegna Hringtúns. Sveitarstjórn vísar því til umhverfisráðs að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum. Tillögurnar yrðu lagðar fyrir byggðaráð og niðurstöður færu í framhaldinu í almenna kynningu.
Rökstuðningur:
Það er stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Í lið 24 verður til afgreiðslu ný húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2019-2027.
Þar kemur fram að áætluð fjölgun í sveitarfélaginu um 25 íbúa kallar á um 10 nýjar íbúðir og er þörfin áætluð þannig:
3 fjölbýli
6 par-og raðhús
1 einbýli
Eftirspurn í nýbyggingum undanfarin ár hefur verið mest í minni eignir og eins og er er engin skipulögð lóð laus fyrir parhús eða raðhús á Dalvík.
Þetta hamlar framþróun á byggingarmarkaði og því áríðandi að leitað sé lausna."
Lög fram til kynningar og umræðu samantekt frá teiknistofu arkitekta um mögulegar lóðir við þegar byggðar götur