Málsnúmer 201901086Vakta málsnúmer
Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára.
Nú er hinsvegar kominn tími á að uppfæra viðkomandi lista.
Farið yfir tölvupóst frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem leitað er eftir að fá nýjan lista frá Dalvíkurbyggð sem er topp fimm listi yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni á svæðinu til næstu 2 ára.
Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kynnti minnisblað með lista yfir hugmyndir að Topp 5 lista frá Dalvíkurbyggð.
Á honum eru:
Bílastæði/Áningarstaður við upphaf gönguleiðar upp að Skeiðsvatni
Göngubrú í Friðlandi Svarfdæla
Útsýnispallur fyrir Miðnætursól og Norðurljós í Múla
Þórslundur, skógrækt til heiðurs Varðskipinu Þór til að kolefnisjafna veru þess í Dalvíkurbyggð í desember.
Upplýsingaskilti/Áningastaður við veg um minnisvarða um Látra-Björgu í Stærri-Árskógi.
Í ljósi þess að aðeins helmingur þeirra sérreglna sem Dalvíkurbyggð sendi frá sér í janúar voru samþykktar óskar sveitarfélagið eftir því að fá að falla frá löndunar- og vinnsluskyldu vegna byggðakvóta 2019/2020.
Til vara vísar sveitarfélagið í nýgerða breytingu á reglugerð nr. 676/2019, vegna breytinga/stöðvunar á vinnslu vegna Covid-19. Í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust í kjölfar Covid með lokun leiða og sölu, er fallið frá löndunar-/vinnsluskyldu í Dalvíkurbyggð vegna byggðakvóta 2019/2020.
Atvinnumála- og kynningaráð boðar til fundar, föstudaginn 19. júní kl. 9.00, með hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu vegna sérreglna byggðakvóta næsta fiskveiðiárs.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, vék af fundi kl. 08:50.