Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:00.
Undir þessum lið mættu á fundinn kl. 09:05 Jón Þrándur Stefánsson og Jóhann Guðmundsson frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, í síma, og Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi.
Í janúar samþykkti sveitarstjórn sérreglur Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020.
Þann 20. maí auglýsti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfestingu reglna sveitarfélagsins eingöngu að hluta.
Dalvíkurbyggð hefur gert athugasemdir við að skipti í gegnum fiskmarkað skulu ekki leyfð í sérreglum Dalvíkurbyggðar, þar sem að í öðrum reglum í sömu auglýsingu IV eru landanir á fiskmarkað viðurkenndar sem löndun til vinnslu. Einnig gerir sveitarfélagið athugasemdir við að sérreglurnar séu auglýstar breyttar 4 mánuðum eftir að þær hljóta samþykki í sveitarstjórn og einungis 3 mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu.
Farið yfir málin og stöðu sveitarfélagsins hvað varðar sérreglur um byggðakvóta.
Jón Þrándur og Jóhann viku af fundi kl. 09:36.
Íris vék af fundi kl. 09:41.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir kvótaárið 2019-2020 þegar auglýst verður eftir umsóknum.