Atvinnumála- og kynningarráð

55. fundur 19. júní 2020 kl. 09:00 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn

1.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 201910144Vakta málsnúmer

Hagsmunaaðilar byggðakvóta í Dalvíkurbyggð voru boðaðir á aukafund Atvinnumála- og kynningaráðs til að ræða stöðu mála í tengslum við umsókn um byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti fundarmenn um stöðu mála og framvinduna. Í kjölfar þess sköpuðust umræður um nýtingu úthlutaðs kvóta og áhyggjur yfir því hve stutt er eftir að fiskveiðiárinu.
Atvinnumála- og kynningaráð þakkar hagsmunaaðilum byggðakvóta fyrir góðan og upplýsandi fund.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi