Atvinnumála- og kynningarráð

51. fundur 04. mars 2020 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Hólmfríður M Sigurðardóttir, aðalmaður, boðaði forföll og Sigvaldi Gunnlaugsson, varamaður, boðaði einnig forföll.
Júlíus Magnússon, aðalmaður, boðaði forföll og Rúna Kristín Sigurðardóttir, varamaður, sat fundinn í hans stað.

1.Atvinnulífskönnun 2019

Málsnúmer 201909136Vakta málsnúmer

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi kynnir stöðu á vinnslu skýrslu út frá niðurstöðum atvinnulífskönnunar sem lögð var fyrir í nóvemberlok 2019.
Lagt fram til kynningar

2.Draumabláir páskar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003001Vakta málsnúmer

Uppi eru hugmyndir meðal ferðaþjónustuaðila í Dalvíkurbyggð að búa til skemmtidagskrá um páska undir nafninu Draumabláir páskar í Dalvíkurbyggð.

Farið yfir hlutverk þjónustu- og upplýsingafulltrúa í tengslum við það verkefni.
Lagt fram til kynningar

3.Nýsköpunar- og þróunarsjóður

Málsnúmer 202003002Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála vegna umsóknarferlis sem brátt fer í gang í tengslum við nýsköpunar- og þróunarsjóð.
Atvinnumála- og kynningarráð ákveður að auglýsa opið fyrir umsóknir í sjóðinn frá 16. mars nk. Umsóknarfrestur verður líkt og reglurnar segja 1 mánuður frá auglýsingu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum

4.Áhersluverkefni Eyþings 2020

Málsnúmer 202001004Vakta málsnúmer

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi sendi inn umsókn um styrk í tengslum við hugmyndir um samstarfsverkefni atvinnumála- og kynningaráðsráðs og umhverfisráðs á sviði umhverfismála. Farið yfir stöðu mála.
Starfsmaður atvinnumála- og kynningaráðs sendi inn umsókn um styrk í sóknaráætlun Norðurlands-eystra í samráði við umhverfisráð. Umsókninni var hafnað.

5.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 201910144Vakta málsnúmer

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu mála.
Enn hefur ekki borist svar vegna tillagna Dalvíkurbyggðar að sérreglum varðandi byggðakvóta.

6.Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

Málsnúmer 201908064Vakta málsnúmer

Skila þarf upplýsingum um Dalvíkurbyggð skv. beiðni sem fyrst. Farið yfir þær upplýsingar sem þarf að veita
Lagt fram til kynningar

7.Áfangastaðaáætlanir

Málsnúmer 201901086Vakta málsnúmer

Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára.

Nú er hinsvegar kominn tími á að uppfæra viðkomandi lista. Því leitum við eftir að fá nýjan lista frá ykkur sem er topp fimm listi yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni á ykkar svæði til næstu 2 ára.
Notast verður við sömu aðferðafræði og gert var síðast sem byggir á ákvörðun stýrihóps DMP sem skipti Norðurlandi í 4 mismunandi svæði:

1.
Austur- og Vestur Húnavatnssýsla
2.
Skagafjörður, Fjallabyggð, Eyjafjörður
3.
Mývatn, Húsavík, Þingeyjarsveit
4.
Norðurhjarasvæði

1.
Sveitarfélög og ferðamálafélög á viðkomandi svæði senda topp 5 lista. (Topp 5 listinn þarf að vera verkefni sem sveitarfélagið metur sem mikilvæg fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu á viðkomandi svæði)
Skila þarf inn verkefnum á eyðublaði sem er í viðhengi.
SKILAFRESTUR er 31. mars.

Stefnt er á að halda svæðisfund fyrir Eyjafjörð á Dalvík þann 15. apríl nk.
Atvinnumála- og kynningarráð felur þjónustu-og upplýsingafulltrúa að vinna málið áfram miðað við hugmyndir sem komu fram á fundinum og skila efni innan gefins frests.

8.Endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda

Málsnúmer 202003003Vakta málsnúmer

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bendir á að starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um atvinnu- og byggðakvóta hefur skilað skýrslu sinni um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda.

Lagt fram til kynningar

9.Fundagerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 2019-2020

Málsnúmer 201912025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi