Málsnúmer 202001004Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi dagsettur 20. desember 2019, þar sem auglýst er eftir hugmyndum að áhersluverkefnum 2020.
Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála.
Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn Eyþings og þurfa að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.
Hægt er að skila inn hugmyndum til Eyþings til 31. janúar 2020.