Málsnúmer 201901085Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 29. janúar 2019, þar sem fram kemur að samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, hér með boðaðir til XXXIII. landsþings sambandsins föstudaginn 29. mars n.k.
Landsþingið verður að þessu sinni haldið í Grand hóteli í Reykjavík og hefst það kl. 10 að morgni og stefnt er að því að þingstörfum ljúki um kl. 15:45 síðdegis. Að þinginu loknu hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á sama stað kl. 16:00, en þar eiga allir sveitarstjórnarmenn seturétt.
Meginumræðuefni landsþingsins verða þessi:
1. Samgöngumál
2. Húsnæðismál
3. Kjarasamningar
Fulltrúar Dalvíkurbyggðar á landsþingið eru Þórhalla Franklín Karlsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson. Til vara Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Dagbjört Sigurpálsdóttir.