Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 16:00.
Á 878. fundi byggðaráðs þann 20. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:09. Til umræðu og undirbúningur fyrir fyrirhugaðan íbúafund um "Gamla skóla" og framtíðarhlutverk hans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með inn á næsta fund byggðaráðs tillögu að könnun til íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að rafrænni könnun um ofangreint málefni.
Til umræðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að könnun með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum."
Upplýsingafulltrúi kynnti samantekt sína úr ofangreindri könnun. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 25. september til og með 5. október 2018. Könnunin var birt á heimasíðu og facebooksíðu sveitarfélagsins og var öllum opin þátttaka. Heildarfjöldi spurninga voru 5 og alls bárust 204 svör.