Íbúafundur um Gamla skóla; undirbúningur

Málsnúmer 201809053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 877. fundur - 13.09.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:09.

Til umræðu og undirbúningur fyrir fyrirhugaðan íbúafund um "Gamla skóla" og framtíðarhlutverk hans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með inn á næsta fund byggðaráðs tillögu að könnun til íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera.

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:09. Til umræðu og undirbúningur fyrir fyrirhugaðan íbúafund um "Gamla skóla" og framtíðarhlutverk hans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með inn á næsta fund byggðaráðs tillögu að könnun til íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að rafrænni könnun um ofangreint málefni.

Til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að könnun með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 16:00.


Á 878. fundi byggðaráðs þann 20. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:09. Til umræðu og undirbúningur fyrir fyrirhugaðan íbúafund um "Gamla skóla" og framtíðarhlutverk hans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með inn á næsta fund byggðaráðs tillögu að könnun til íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að rafrænni könnun um ofangreint málefni.
Til umræðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að könnun með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum."

Upplýsingafulltrúi kynnti samantekt sína úr ofangreindri könnun. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 25. september til og með 5. október 2018. Könnunin var birt á heimasíðu og facebooksíðu sveitarfélagsins og var öllum opin þátttaka. Heildarfjöldi spurninga voru 5 og alls bárust 204 svör.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að birta helstu niðurstöður á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 886. fundur - 08.11.2018

Á 883. fundi byggðaráðs þann 17. október s.l. var til umfjöllunar niðurstöður úr könnun um framtíð Gamla skóla og var upplýsingafulltrúa falið að birta helstu niðurstöður á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og voru þær birtar 19. október síðast liðinn, sjá nánar;
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/nidurstodur-konnunar-um-framtidarhlutverk-gamla-skola

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirspurn sinni til fjármála- og efnahagsráðuneytis er varðar eignarhald á byggingum en ekki liggja fyrir svör frá ráðuneytinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að íbúafundi í febrúar 2019.

Byggðaráð - 895. fundur - 07.02.2019

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:36.

Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var samþykkt að stefnt yrði að íbúafundi í febrúar 2019 um framtíð Gamla skóla.

Sveitarstjóri fór yfir minnisblað er varðar fyrirkomulag íbúafundarins sem og tíma- og dagssetningu.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl. 17:00 og felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi fundarins í samræmi við minnisblaðið.

Byggðaráð - 898. fundur - 28.02.2019

Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
" Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var samþykkt að stefnt yrði að íbúafundi í febrúar 2019 um framtíð Gamla skóla. Sveitarstjóri fór yfir minnisblað er varðar fyrirkomulag íbúafundarins sem og tíma- og dagssetningu. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl. 17:00 og felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi fundarins í samræmi við minnisblaðið."

Á fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var ákveðið að fundurinn færi fram fimmtudaginn 28. febrúar n.k., það er að segja í dag kl. 17:00.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra hvað varðar vinnuhópa á íbúafundinum.

Til umræðu ofangreint.
Lsgt fram til kynningar.

Byggðaráð - 899. fundur - 07.03.2019

Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var samþykkt að stefnt yrði að íbúafundi í febrúar 2019 um framtíð Gamla skóla. Sveitarstjóri fór yfir minnisblað er varðar fyrirkomulag íbúafundarins sem og tíma- og dagssetningu. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl. 17:00 og felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi fundarins í samræmi við minnisblaðið.

Á fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var ákveðið að fundurinn færi fram fimmtudaginn 28. febrúar n.k., það er að segja í dag kl. 17:00.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra hvað varðar vinnuhópa á íbúafundinum.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samantektir 5 vinnuhópa frá íbúafundinum um eftirfarandi umfjöllunarefni:
Hópur 1 - Sala húsnæðis
Hópur 2 - Safnasafn
Hópur 3 - Safn og útleiga
Hópur 4 - Eingöngu útleiga
Hópur 5 - Hugarflæði, nýjar hugmyndir

Til umræðu ofangreint.


a) Byggðaráð færir sínar bestu þakkir þeim er höfðu tök á að mæta á íbúafundinn fyrir góðan fund, líflegar umræður og þátttökuna í vinnuhópunum. Hópstjórum eru færðar einnig sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á laggirnir allt að 5 manna vinnuhóp sem hafi það verkefni að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma í samantektum vinnuhópanna sem og að horft verði á þær tillögur sem fram koma úr vinnuhópum í 3 lið hér að ofan, eftir því sem við á.
Byggðaráð óskar eftir tillögu að erindisbréfi og samsetningu vinnuhópsins fyrir næsta fund.

Byggðaráð - 900. fundur - 14.03.2019

Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var m.a. eftirfarandi bókað:

"b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á laggirnir allt að 5 manna vinnuhóp sem hafi það verkefni að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma í samantektum vinnuhópanna sem og að horft verði á þær tillögur sem fram koma úr vinnuhópum í 3 lið hér að ofan, eftir því sem við á.
Byggðaráð óskar eftir tillögu að erindisbréfi og samsetningu vinnuhópsins fyrir næsta fund. "

Með fundarboði fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn ásamt tillögu að skipun í vinnuhópinn.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi og skipun í vinnuhópinn.

Byggðaráð - 904. fundur - 23.04.2019

Lögð fram fundargerð vinnuhóps byggðaráðs um Gamla skóla frá 1.fundi hópsins þann 16.apríl 2019.

Í fundargerðinni kemur fram sú tillaga að Gamli skóli verði auglýstur tímabundið til útleigu undir menningartengda eða atvinnutengda starfssemi, í heild með möguleikum á áframleigu eða hvert rými fyrir sig. Þetta sé gert strax og reynt að koma húsnæðinu í notkun. Áður þurfi að fara fram alssherjarþrif á húsnæðinu og lagafæra rými eftir sýningu á verkum Brimars.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að undirbúa útleigu á Gamla skóla samkvæmt ofangreindu.

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Á 904. fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram fundargerð vinnuhóps byggðaráðs um Gamla skóla frá 1.fundi hópsins þann 16.apríl 2019. Í fundargerðinni kemur fram sú tillaga að Gamli skóli verði auglýstur tímabundið til útleigu undir menningartengda eða atvinnutengda starfssemi, í heild með möguleikum á áframleigu eða hvert rými fyrir sig. Þetta sé gert strax og reynt að koma húsnæðinu í notkun. Áður þurfi að fara fram alssherjarþrif á húsnæðinu og lagafæra rými eftir sýningu á verkum Brimars. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að undirbúa útleigu á Gamla skóla samkvæmt ofangreindu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu einnig fundargerðir vinnuhópsins nr. 2 og nr. 3, sem er loka fundargerð vinnuhópsins. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundargerðunum. Framtíðarhugmyndir um nýtingu Gamla skóla eru söfn, flutningur ríkisstofnana, skólahúsnæði. Þessi sýn byggiar á því að Gamla skóla sé komið í nothæft ástand og er það metið að lágmarki 140 m.kr. Sveitarstjórn er hvött til að bíða ekki of lengi með endurbætur þar sem því hrakar ört þegar ekki er í því regluleg starfsemi. Þegar er ljóst að hægt er að fara í endurbætur þarf að taka stöðuna og hvort einhverjir ofangreindir kostir séu líklegir eða hvort eitthvað annað verður komið á. Endurbótakostnaður er breytilegur eftir því hvaða starfsemi velst í húsnæðið og gera þarf fjárhags- og endurbóaáætlun með tilliti til þess.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kannað verði með leið c samkvæmt fundargerð vinnuhópsins nr. 3, að nýta húsnæðið fyrir börn á grunnskólaaldri sem þurfa sérúrræði, þar sem byggðaráð telur þá leið skapa mestu tækifærin fyrir Dalvíkurbyggð í atvinnulegu tilliti.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna að málinu.

Byggðaráð - 933. fundur - 30.01.2020

Á 911. fundi byggðaráðs þann 27. júní 2019 var eftirfarandi samþykkt:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kannað verði með leið c samkvæmt fundargerð vinnuhópsins nr. 3, að nýta húsnæðið fyrir börn á grunnskólaaldri sem þurfa sérúrræði, þar sem byggðaráð telur þá leið skapa mestu tækifærin fyrir Dalvíkurbyggð í atvinnulegu tilliti.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna að málinu."

Með fundarboði fylgdu niðurstöður sviðsstjóra eftir úrvinnslu og er það hans mat að erfitt sé að sækja fjármagn í þetta verkefni þar sem að stefna Menntamálaráðuneytis er mjög skýr þ.e. skóli fyrir alla, skóli án aðgreiningar.

Málin rædd.
Byggðaráð vísar til Eignasjóðs að kanna með kosti og galla þess að auglýsa Gamla skóla til leigu í því ástandi sem húsnæðið er í dag.

Byggðaráð - 936. fundur - 05.03.2020

Jón Ingi kom aftur inn á fundinn kl. 13:25.

Á 933. fundi byggðarráðs þann 30. janúar 2020 var sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs ásamt deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar falið að kanna kosti og galla þess að auglýsa Gamla skóla til leigu í því ástandi sem hann er.
Þeir skoðuðu húsnæðið með fagmanni, bæði með leigu í huga og eins möguleika á því að breyta húsnæðinu í íbúðir.
Þeirra mat er að húsnæðið sé óhæft til leigu í því ástandi sem það er í dag. Víða er leki í húsinu og yfirfara þarf allt ofnakerfi hússins.
Lagt fram til kynningar.