Málsnúmer 201902027Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs, Haukur Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Lilja Bjarnadóttir, Helga Íris Ingólfsdóttir og Eva Guðmundsdóttir, aðalmenn úr umhverfisráði, kl. 14:38. Afgreiðslu umhverfisráðs frá 319. fundi ráðsins var vísað til umræðu í byggðarráði samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á 311.fundi frá 19.mars 2019.
Á 319. fundi umhverfisráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu og afgreiðslu tillögur um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum.
Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar. 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá íbúum í Túnahverfi við Hringtún, Miðtún og Steintún, dagsett þann 17. apríl 2019, er varðar andmæli vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í Túnahverfi á Dalvík. Fram kemur óánægja í fyrsta lagi um að breyta lóðum númer 17 og 19 úr því að vera einbýlishúsalóðir í parhúsalóðir. Í öðru lagi að umhverfisráð hafi afgreitt tillögur sem snúa að fleiri lóðum í hverfinu þar sem koma á fyrir minni eignum, fjölbýli, par eða raðhúsum með deiliskipulagsbreytingu. Núverandi deiliskipulag fyrir Hóla- og Túnahverfi var samþykkt fyrir rétt rúmu ári síðan og farið er fram á að ekki verði hróflað við því skipulagi og það fái að standa óbreytt. Undir erindið rita íbúar við Hringtún 1, 2,3,5,6,7,8,21,25,30,32,38,40, Miðtún 1,3,4, Steintún 2,3,4.
Til umræðu ofangreint.
Haukur, Monika Margrét, Lilja, Helga Íris og Eva viku af fundkl. 15:19.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans, Þórunn Andrésdóttir, mætti í hans stað.