Á 909. fundi byggðaráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 908. fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019: a) Óskað er eftir viðauka við lykil 02180-9161, húsaleigubætur 15-17 ára, þannig að heimildin verði kr. 4.087.000 en er kr. 0 á þessum lykli. Bókfærð staða er kr. 1.362.800. Heimild vegna húsaleigubóta er nú kr. 1.500.000 og bókað kr. vegna húsleigubóta 15-17 ára og sérstakra húsaleigubóta kr. 1.773.981. b) Óskað er eftir viðauka við laun félagsmálaráðs. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru laun vegna formanns félagsmálaráðs ekki rétt skilgreind í þarfagreiningu. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 127.815 til að leiðrétta áætlunina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og fá frá sviðsstjóra félagsmálasviðs rýni á málaflokkinn í heild og hvort hægt sé að mæta þessum viðaukum með því að lækka aðrar deildir innan málaflokksins á móti." Lögð fram samantekt sviðsstjóra félagsmálasviðs á stöðu málaflokksins í heild ásamt viðaukabeiðnum skv.liðum a) og b) hér að ofan. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02180 lykil 9161 vegna 2019, viðauka nr. 11/2019, að upphæð kr. 2.724.200 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Bókfærð staða er við umsókn um viðauka kr. 1.362.800 og sú fjárhæð er því dregin frá ofangreindri beiðni um viðauka þar sem ekki er heimilt að leiðrétta áætlun fyrir þeim kostnaði sem fallinn er til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02020 lykil 1030 vegna 2019, viðauka nr. 12/2019, að upphæð kr. 127.815 og að honum sé mætt með lækkun á lið 02010-4311, lögfræðiþjónusta. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "
Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:44.
Fleiri tóku ekki til máls.