Málsnúmer 201904048Vakta málsnúmer
Þroskaþjálfi félagsmálasviðs fór yfir umsókn um frístundaþjónustu við fatlað barn yfir sumartímann. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir segir í 16. gr að sveitarfélög skuli bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi lýkur og eftir atvikum áður en dagleg kennsla hefst. Þessi þjónusta tekur við af almennri frístundaþjónustu grunnskóla og henni lýkur þegar viðkomandi lýkur framhaldsskóla. Ekki er fjallað sérstaklega um dvöl yfir sumartímann. Í 18.gr. kemur fram að fötluð börn skuli eiga kost á að komast í sumardvöl að heiman eins og önnur börn, um aðra vistun er ekki fjallað þar. Starfsmenn hafa sent fyrirspurn til Sambands Íslenska sveitarfélaga um túlkun en ekki fengið svör. Ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar.