Félagsmálaráð

228. fundur 09. apríl 2019 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Orlof húsmæðra 2019

Málsnúmer 201904041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 01.04.2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að samkvæmt upplýsingum frá Félagsmálaráðuneytinu skuli framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 114,22 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15.maí nk. sbr. 5.gr. laga nr. 53/1972
Lagt fram til kynningar.

2.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími), 711. mál.

Málsnúmer 201903110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 25.03.2019 frá nefndarsviði Alþingis. Sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni(neyslurími), 711. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Neyðarstyrkur vegna sárafátæktar

Málsnúmer 201903085Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 13.03.2019 frá Sambandi Íslenska sveitarfélaga. Í bréfi þeirra áframsenda þau póst um sárafátæktarsjóð Rauða krossins. Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar þeim sem búa við sárafátækt. Meginmarkmið sjóðsins er að koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til eldri borgara og barnafjölskyldna sem búa við sárafátækt. Um er að ræða tímabundið átak sem endurmetið verður á aðalfundi félagsins á árinu 2020. Horft er til tekna og eigna umsækjenda til að meta rétt til styrks. Umsækjendur yngri en 18 ára eiga ekki rétt á styrk né námsmenn í lánshæfu láni hjá LÍN.
Lagt fram til kynningar.

4.Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Málsnúmer 201903089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 07.03.2019 frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Í bréfinu kemur fram að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hafi verið starfrækt frá því í maí 2018. GEF er ráðuneytisstofnun sem sækir umboð sitt til 17.gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/5011. Starfsemi stofnunarinnar grundvallast á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Frá stofnun GEF hefur m.a. verið unnið að því að skýra verksvið stofnunarinnar og skyldur, að móta verkferla og verklagsreglur, að kynna verkefnasvið GEF fyrir helstu samstarfsaðilum. sem og efna til tengsla við sambærilegar stofnanir í öðrum löndum til að fylgjast með nýjustu straumum og afla þekkingar á málasviðinu.
Lagt fram til kynningar.

5.Skýrslan Aðgerðir til þess að endurvekja traust og trúnað í málaflokki barnaverndar á Íslandi

Málsnúmer 201904040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 28.03.2019 frá Félagsmálaráðuneytinu. Í bréfinu er vakin athygli á skýrsluna Aðgerðir til þess að endurvekja traust og trúnað í málaflokki barnaverndar á Íslandi og hefur hún verið birt á heimasíðu ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

6.Átak háskólamenntaðra

Málsnúmer 201903087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 13.03.2019 frá Vinnumálastofnun. Athygli er vakin á að um þessar mundir er að finna fjölda einstaklinga sem búa að viðamikilli og fjölbreyttri háskólamenntun á skrá hjá Vinnumálastofnun. Stofnunin vill því vekja athygli á þeim möguleika að ráða gott starfsfólk og fá til þess þjálfunarstyrk. Þeirri spurningu er beint til sveitarfélagsins hvort þau sumarstörf sem falli til gætu staðið þessum atvinnuleitendum til boða. Vinnumálastofnun efndi til svipaðs átaks í fyrrasumar og niðurstaða var sú að tugir atvinnuleitenda fengu annaðhvort tímabundið eða framtíðarstarf í kjölfarið.
Félagsmálaráð hvetur starfsmenn sviðsins til að taka þátt í þessu átaki og bjóða háskólamenntuðum einstaklingum sumarvinnu hjá sveitarfélaginu.

7.Bréf NPA miðstöðvarinnar til sveitarfélaga vegna framkvæmdar á NPA

Málsnúmer 201904043Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi dags. 03.04.2019 frá NPA miðstöðinni en sent hefur verið bréf til tengiliða í félagsþjónustu helstu sveitarfélaga á Íslandi auk Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Félagsmálaráðuneytis. Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög aðlagi framkvæmd sína á NPA að ákvæðum laga nr. 38/2018 og reglugerð nr. 1250/2018. Telji sveitarfélög sig af einhverjum ástæðum ekki þurfa að aðlaga framkvæmd sína að þeim kröfuliðum sem fram koma í bréfinu er óskað staðfestingar á því með rökstuðningi. NPA miðstöðin leggur áherslu á góða samvinnu við sveitarfélög að taka upp það verklag og þá framkvæmd sem lögin og reglulgerðin kveða á um.
Lagt fram til kynningar.

8.Handbók um NPA

Málsnúmer 201904039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 13.03.2019 frá Félagsmálaráðuneytinu sem vekur athygli á að drög að handbók um NPA sé hægt að sjá í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

9.Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk 2019

Málsnúmer 201904037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 04.04.2019 frá Skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála um akstursþjónustu fatlaðs fólks á árinu 2019. Fram kemur að um síðastliðin áramót taki í gildi ný reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nr. 1088/2018. Í B hluta 14.greinar reglugerðarinnar, sem fjallar um útgjaldajönunarframlög sjóðsins, kemur inn nýtt viðmið sem ætlað er að koma til móts við kostnað vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks í dreifbýli. Tilkoma þessa nýja viðmiðs útgjaldajöfnunarframlaganna má rekja til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun. Markmiðið er að styðja við skipulagða akstursþjónustu úr dreifbýli fyrir fatlað fólk. Úthlutun byggir á umsóknum frá sveitarfélögunum og verður útreikningur með svipaðri aðferðafræði og framlag vegna skólaaksturs úr dreifbýli en þar er tekið mið af akstursvegalengd og fjölda farþega.
Lagt fram til kynningar.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201904042Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201904042

Bókað í trúnaðarmálabók

11.Fjárhagsstaða sviðsins 2019

Málsnúmer 201904051Vakta málsnúmer

Tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019
Vegna aukinna umsókna um lögbundin verkefni félagsmálasviðs frá íbúum sveitarfélagsins er starfsmönnum falið að reyna að hliðra til innan fjárhagsramma eins og hægt er, en að öðrum kosti að sækja um viðauka við fjárhagsáætlun 2019.

12.Frístundaþjónusta fatlaðra barna yfir sumartímann

Málsnúmer 201904048Vakta málsnúmer

Þroskaþjálfi félagsmálasviðs fór yfir umsókn um frístundaþjónustu við fatlað barn yfir sumartímann. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir segir í 16. gr að sveitarfélög skuli bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi lýkur og eftir atvikum áður en dagleg kennsla hefst. Þessi þjónusta tekur við af almennri frístundaþjónustu grunnskóla og henni lýkur þegar viðkomandi lýkur framhaldsskóla. Ekki er fjallað sérstaklega um dvöl yfir sumartímann. Í 18.gr. kemur fram að fötluð börn skuli eiga kost á að komast í sumardvöl að heiman eins og önnur börn, um aðra vistun er ekki fjallað þar. Starfsmenn hafa sent fyrirspurn til Sambands Íslenska sveitarfélaga um túlkun en ekki fengið svör. Ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar.
Félagsmálaráð samþykkir að sækja um viðauka við fjárhagsætlun sviðsins fyrir árið 2019.

13.Sumarstörf fatlaðra ungmenna

Málsnúmer 201904047Vakta málsnúmer

Þroskaþjálfi félagsþjónustusviðs fór yfir stöðu mála hvað varðar sumarvinnu fyrir fötluð ungmenni í Dalvíkurbyggð. Undanfarin ár hafa fyrirtæki í sveitarfélaginu verið tilbúin að bjóða fötluðum ungmennum á aldrinum 16-18 ára vinnu en hafa ekki getað greitt þeim laun fyrir vinnu sína. Félagsmálasvið hefur greitt þann launakostnað. Í sumar munu 3 einstaklingar vera í þessum sporum. Ekki er gert ráð fyrir slíkum kostanði í fjárhagsáætlun sviðsins.
Félagsmálaráð samþykkir að sótt verði um viðauka við fjárhagsáætlun vegna sumarvinnu fatlaðra ungmenna.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201904046Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201904046

Bókað í trúnaðarmálabók

15.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201904045Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201904045

Bókað í trúnaðarmálabók

16.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201904053Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201904053

Bókað í trúnaðarmálabók

17.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201904044Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201904044

Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi