Tekið fyrir erindi dags. 13.03.2019 frá Sambandi Íslenska sveitarfélaga. Í bréfi þeirra áframsenda þau póst um sárafátæktarsjóð Rauða krossins. Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar þeim sem búa við sárafátækt. Meginmarkmið sjóðsins er að koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til eldri borgara og barnafjölskyldna sem búa við sárafátækt. Um er að ræða tímabundið átak sem endurmetið verður á aðalfundi félagsins á árinu 2020. Horft er til tekna og eigna umsækjenda til að meta rétt til styrks. Umsækjendur yngri en 18 ára eiga ekki rétt á styrk né námsmenn í lánshæfu láni hjá LÍN.