Tekið fyrir erindi dags. 04.04.2019 frá Skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála um akstursþjónustu fatlaðs fólks á árinu 2019. Fram kemur að um síðastliðin áramót taki í gildi ný reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nr. 1088/2018. Í B hluta 14.greinar reglugerðarinnar, sem fjallar um útgjaldajönunarframlög sjóðsins, kemur inn nýtt viðmið sem ætlað er að koma til móts við kostnað vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks í dreifbýli. Tilkoma þessa nýja viðmiðs útgjaldajöfnunarframlaganna má rekja til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun. Markmiðið er að styðja við skipulagða akstursþjónustu úr dreifbýli fyrir fatlað fólk. Úthlutun byggir á umsóknum frá sveitarfélögunum og verður útreikningur með svipaðri aðferðafræði og framlag vegna skólaaksturs úr dreifbýli en þar er tekið mið af akstursvegalengd og fjölda farþega.