Félagsmálaráð

229. fundur 14. maí 2019 kl. 08:10 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201905058Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201905058

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201905080Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201905080

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201905082Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201905082

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga við gildistöku núverandi sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 201904116Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 23. apríl 2019. Þar kemur fram að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á reglum um fjármál sveitarfélaga við gildistöku núgildandi sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Snéru þær ekki síst að fjárhagsáætlunum sveitarfélaga, en þær eru grundvöllur allra fjárhagslegra ráðstafana þeirra, bæði hvað varðar tekjustofna og útgjöld. Kveðið er á um með skýrum hætti að fjárhagsáætlun næstkomandi árs sé bindandi um allar fjárhagslegar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins á því ári og óheimilt sé að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Einnig var kynnt frumkvæðisathugum ráðuneytis frá því í janúar 2018 á því hvort og hvernig fjárhagsáætlun þeirra sveitarfélaga þar sem misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015.
Erindi þetta var einnig tekið fyrir á 905. fundi Byggðarráðs þar sem var bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til upplýsingar og skoðunar í öllum fagráðum sveitarfélagsins og til stjórnenda.
Lagt fram til kynningar.

5.Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Málsnúmer 201903089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf dags 23.apríl 2019 frá Gæða- og eftilitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) varðandi ný lög um þjónustu við fatlað fólk og uppfærð lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem setja mun skýrari ramma en áður var um eftirlit með gæðum og öryggi félagsþjónustu. Samkvæmt lögum ber þeim aðilum sem þegar eru í rekstri og veita þjónustu samkvæmt þeim að sækja um starfsleyfi innan 6 mánaða frá gildistöku reglugerðar um starfsleyfi.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

6.Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Málsnúmer 201903089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf dags. 23.apríl 2019 frá Gæða- og eftilitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) þar sem fram kemur að 1. október sl. tóku gildi ný lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lagasetningin var liður í fullgildingu mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í lögunum er lögð áhersla á að meta einstaklingsbundnar þjónustuþarfir og að hvert tilvik sé metið í samráði við þann sem í hlut á til þess að veitt þjónusta samræmist þörfum og óskum viðkomandi. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) hafa borist nokkrar ábendingar vegna framkvæmdar sveitarfélaga á lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Ábendingarnar hafa beinst að því að á skorti að sveitarfélög fari eftir ákvæðum laganna um málsmeðferð.
Lagt fram til kynningar.

7.Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk 2019

Málsnúmer 201904037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitárstjórnarráðuneytinu dags. 4.apríl 2019 um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk 2019.
Um síðastliðin áramót tók í gildi ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018. Í 14. gr er fjallað um útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins, þar kemur inn nýtt viðmið sem ætlað er að komi til móts við kostnað vegna aktursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli.
Lagt fram til kynningar.

8.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.

Málsnúmer 201904127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá nefndarsviði Alþingis dags. 30.apríl 2019. Velferðarnefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.
Lagt fram til kynningar.

9.Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Málsnúmer 201903089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar dags. 30.apríl 2019. Erindi þetta er stílað á notendaráð fatlaðs fólks. En þann 14. febrúar 2019 barst Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverdnar umsókn frá NPA miðstöðinni um starfsleyfi til að starfrækja umsýslu með notendastýrðri persónulegri aðstoð,en umsóknin er lögð fram skv. 7.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í samræmi við 6.gr. reglugerðar nr. 1033/2018 um starfsleyfi er nú óskað eftir umsögn notendaráðs fatlaðs fólks í þessu umdæmi. Þar sem NPA miðstöðin hyggst bjóða upp á þjónustu á landinu öllu, er beiðni þessi send til allra félagsþjónustuumdæma. Notendaráð skulu skv. 42.gr. laga um félagsþjónustu starfrækt til að tryggja aðkomu hagsmunasamtaka notenda við stefnumörkum og áætlanagerð sveitarfélags í málefnum er varðar meðlimi þeirra. Óskað er eftir umsögn Notendaráðs innan 4ja vikna frá móttöku þessa bréfs og í umsögn komi fram hvort mælt er með veitingu starfsleyfis til NPA miðstöðvar.
Lagt fram til kynningar.

10.Fjárhagsstaða sviðsins 2019

Málsnúmer 201904051Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram 3 mánaða stöðumat á fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir janúar-mars árið 2019.
Lagt fram til kynningar.

11.Bæklingar og annað fræðsluefni á heimasíðu Kvennaathvarfsins

Málsnúmer 201905081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 17. apríl 2019 frá Kvennaathvarfi. Meðfylgjandi bréfinu voru eintök af bæklingum sem Kvennaathvarfið hefur látið útbúa fyrir einstaklinga sem til félagsþjónustunnar leita. Bæklingarnir bera nafnið: Fyrir hverja er kvennaathvarfið, þýddur á 7 tungumál. Börn sem búa við ofbeldi á heimilum, á íslensku og ensku og bæklingur sem ber nafnið Skiptu þér af!.
Bæklingarnir eru einnig aðgengilegir undir flipanum "fræðsluefni" á heimasíðu athvarfsins: www.kvennaathvarf.is. Mikið er til af fræðsluefni á heimasíðunni svo sem skilgreiningar á heimilisofbeldi, rannsóknir og efni tengt börnum og heimilisofbeldi. Hluti efnisins hefur verið þýddur á arabísku, ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og tælensku. Sérstaklega er bent á teiknimyndina "Tölum um ofbeldi" sem Kvennaathvarfið lét gera en markmið hennar er að koma ákveðnum skilaboðum til barna og einnig að gera þann hóp barna sem býr við heimilisofbeldi sýnilegra í samfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi