Tekið fyrir erindi dags. 17. apríl 2019 frá Kvennaathvarfi. Meðfylgjandi bréfinu voru eintök af bæklingum sem Kvennaathvarfið hefur látið útbúa fyrir einstaklinga sem til félagsþjónustunnar leita. Bæklingarnir bera nafnið: Fyrir hverja er kvennaathvarfið, þýddur á 7 tungumál. Börn sem búa við ofbeldi á heimilum, á íslensku og ensku og bæklingur sem ber nafnið Skiptu þér af!.
Bæklingarnir eru einnig aðgengilegir undir flipanum "fræðsluefni" á heimasíðu athvarfsins: www.kvennaathvarf.is. Mikið er til af fræðsluefni á heimasíðunni svo sem skilgreiningar á heimilisofbeldi, rannsóknir og efni tengt börnum og heimilisofbeldi. Hluti efnisins hefur verið þýddur á arabísku, ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og tælensku. Sérstaklega er bent á teiknimyndina "Tölum um ofbeldi" sem Kvennaathvarfið lét gera en markmið hennar er að koma ákveðnum skilaboðum til barna og einnig að gera þann hóp barna sem býr við heimilisofbeldi sýnilegra í samfélaginu.