Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Málsnúmer 201903089

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 228. fundur - 09.04.2019

Tekið fyrir erindi dags. 07.03.2019 frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Í bréfinu kemur fram að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hafi verið starfrækt frá því í maí 2018. GEF er ráðuneytisstofnun sem sækir umboð sitt til 17.gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/5011. Starfsemi stofnunarinnar grundvallast á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Frá stofnun GEF hefur m.a. verið unnið að því að skýra verksvið stofnunarinnar og skyldur, að móta verkferla og verklagsreglur, að kynna verkefnasvið GEF fyrir helstu samstarfsaðilum. sem og efna til tengsla við sambærilegar stofnanir í öðrum löndum til að fylgjast með nýjustu straumum og afla þekkingar á málasviðinu.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 229. fundur - 14.05.2019

Tekið fyrir rafbréf dags 23.apríl 2019 frá Gæða- og eftilitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) varðandi ný lög um þjónustu við fatlað fólk og uppfærð lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem setja mun skýrari ramma en áður var um eftirlit með gæðum og öryggi félagsþjónustu. Samkvæmt lögum ber þeim aðilum sem þegar eru í rekstri og veita þjónustu samkvæmt þeim að sækja um starfsleyfi innan 6 mánaða frá gildistöku reglugerðar um starfsleyfi.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Félagsmálaráð - 229. fundur - 14.05.2019

Tekið fyrir rafbréf dags. 23.apríl 2019 frá Gæða- og eftilitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) þar sem fram kemur að 1. október sl. tóku gildi ný lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lagasetningin var liður í fullgildingu mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í lögunum er lögð áhersla á að meta einstaklingsbundnar þjónustuþarfir og að hvert tilvik sé metið í samráði við þann sem í hlut á til þess að veitt þjónusta samræmist þörfum og óskum viðkomandi. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) hafa borist nokkrar ábendingar vegna framkvæmdar sveitarfélaga á lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Ábendingarnar hafa beinst að því að á skorti að sveitarfélög fari eftir ákvæðum laganna um málsmeðferð.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 229. fundur - 14.05.2019

Tekið fyrir rafbréf frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar dags. 30.apríl 2019. Erindi þetta er stílað á notendaráð fatlaðs fólks. En þann 14. febrúar 2019 barst Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverdnar umsókn frá NPA miðstöðinni um starfsleyfi til að starfrækja umsýslu með notendastýrðri persónulegri aðstoð,en umsóknin er lögð fram skv. 7.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í samræmi við 6.gr. reglugerðar nr. 1033/2018 um starfsleyfi er nú óskað eftir umsögn notendaráðs fatlaðs fólks í þessu umdæmi. Þar sem NPA miðstöðin hyggst bjóða upp á þjónustu á landinu öllu, er beiðni þessi send til allra félagsþjónustuumdæma. Notendaráð skulu skv. 42.gr. laga um félagsþjónustu starfrækt til að tryggja aðkomu hagsmunasamtaka notenda við stefnumörkum og áætlanagerð sveitarfélags í málefnum er varðar meðlimi þeirra. Óskað er eftir umsögn Notendaráðs innan 4ja vikna frá móttöku þessa bréfs og í umsögn komi fram hvort mælt er með veitingu starfsleyfis til NPA miðstöðvar.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 231. fundur - 18.06.2019

Tekið fyrir erindi dags. 22.05.2019 frá Gæða og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Þar er gerð grein fyrir því að reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríksiborgara utan EES sem ekki eiga lögheimili á Íslandi nr. 735/2018 hafa verið uppfærðar. Meginmarkmið uppfærslunnar er tvíþætt, annars vegar að reglurnar nái betur utan um þann hóp sem þeim er ætlað að ná til og hinsvegar að einfalda endurgreiðsluferlið.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 234. fundur - 12.11.2019

Lagt var fram til kynningar erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar dags. 22.10.2019. Bent er á að í 15.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er fjallað um endurgreiðslu úr ríkissjóði til sveitarfélaga fái erlendir ríkisborgarar sem ekki eiga lögheimili í landinu fjárhagsaðstoð. Sveitarfélög skulu senda Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar yfirlit yfir útlagðan kostnað eigi síðar en 1. desember nk.
Lagt fram til kynningar

Félagsmálaráð - 234. fundur - 12.11.2019

Tekið fyrir erindi dags. 18.10.2019 frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar þar sem minnt er á að stofnunin sinni eftirliti fyrir hönd ráðherra með framkvæmd laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sbr. 3.gr. laganna og laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 sbr. 4.gr. laganna,
Að gefnu tilefni bendir Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar á mikilvægi þess að til staðar séu verklagsreglur hjá sveitarfélögum sem taka til alvarlegra atvika í þjónustu við fatlað fólk. Slíkar reglur auka ekki einungis traust á þeirri þjónustu sem verið er að veita heldur tryggja einnig að skráningar upplýsinga og gagna sé rétt og í samræmi við gildandi lög og reglur.
Lagt fram til kynningar

Félagsmálaráð - 242. fundur - 08.09.2020

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 03.09.2020 frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar en kynnt er að í byrjun september taki í gildi ný reglugerð til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk nr. 856/2018.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 244. fundur - 10.11.2020

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 19.10.2020 frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Þar kemur fram að stofnuninni hafi borist þó nokkrar ábendingar vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Ábendingarnar snúa helst að afgreiðsluferli umsókna um NPA samninga, að sá ferill, bæði hjá sveitarfélögum og félagsmálaráðuneytinu sé ógagnsær og afgreiðslutími of langur. Þá snúa ábendingar einnig að því að sveitarfélog hafa ekki sett sér reglur um NPA. Gæða- og eftirlitsnefnd hefur hvatt félagsmálaráðuneytið að hefja endurskoðun á NPA reglugerð og handbók um NPA í samvinnu við viðeigandi aðila.
Lagt fram til kynningar.